Sýning, fundir og kvöldrölt

Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.

Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“

Einu sinni var

Verið velkomin á „Einu sinni var“, sýningu sem er hönnuð með það í huga að bjóða þér í ferðalag um slóðir þar sem mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós. Myndirnar sem hér eru geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.

Lesa áfram „Einu sinni var“

Ljósmyndun sem listmiðill

María Kjartansdóttir. Mynd: Ósk Ebenesersdóttir.

María Kjartansdóttir, listrænn ljósmyndari, kom til okkur með fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Ljósmyndun sem listmiðill“. Þar fór María yfir vegferð sína sem ljósmyndari og hvernig stíll hennar hefur þróast í gegnum árin en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum og sýningum og unnið til ýmissa verðlauna. 

Lesa áfram „Ljósmyndun sem listmiðill“

„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla

Félagsstarfið í Fókus hófst aftur eftir áramót á fyrirlestri hjá Golla, frétta- og heimildaljósmyndara sem fór fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 9. janúar. 46 félagar mættu og hlustuðu á frásögn hans af alls kyns verkefnum og sáu fjöldann allan af myndum úr safninu hans.

Lesa áfram „„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla“