Nú fer líf að færast í Fókus aftur eftir sumarfrí. Framundan eru kvöldfundir, kaffihúsahittingar, kvöldrölt, dagsferðir og helgarferðir á starfsárinu sem fer að byrja. Viðburðir verða kynntir sérstaklega með tölvupósti til félaga.
Dagskrána má sjá hér:
https://fokusfelag.is/dagskra-2024-haust/
Verið velkomin í Fókus:
https://fokusfelag.is/skraning-i-felagid/
Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd
30. maí – 2. júní 2024
Þann 30. maí 2024 fóru nokkrir félagsmenn Fókus í vorferð vestur í Dalasýslu. Markmið ferðarinnar var að skoða þetta fallega svæði og njóta þess að vera þar saman með myndavél í hönd.
Dagur 1 (31. maí)
Gullfoss (í Gilsfirði)
Ferðin hófst (hjá höfundi) með tilkomumikilli heimsókn að Gullfossi í Gilsfirði. Gullfoss rennur í botni Gilsfjarðar, rétt fyrir ofan nyrsta bæ Dalasýslu, sem er nú kominn í hálfgerða eyði en landeigendur nýta hann sem sumarhús í dag.
Fossinn er töluvert hár og kraftmikill og bauð upp á fjölda myndatækifæra úr allskyns sjónarhornum. Þó svo að það vanti jarðhita á svæðinu og hvergi sé að finna Strokk á nærliggjandi svæði, þá gefur Gullfoss í Gilsfirði frænda sínum fyrir sunnan ekkert eftir hvað varðar glæsileika.
Lesa áfram „Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd“Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni
Á þriðjudagskvöld 28.05.2024 héldum við í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í skemmtilegt ljósmyndarölt um Búrfellsgjá í Garðabæ. Þrátt fyrir rigningu og smá gjólu, létum við ekki veðrið á okkur fá og nutum þess að fanga einstaka fegurð náttúrunnar.
Aðalfundur 2024
Aðalfundur Fókus, félags áhugaljósmyndara, fór fram í kvöld, 14. maí. Alls mættu 38 félagar á fundinn, sem er óvenju góð mæting á aðalfund.
Lesa áfram „Aðalfundur 2024“Sýning, fundir og kvöldrölt
Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.
Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“Einu sinni var
Verið velkomin á „Einu sinni var“, sýningu sem er hönnuð með það í huga að bjóða þér í ferðalag um slóðir þar sem mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós. Myndirnar sem hér eru geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.
Lesa áfram „Einu sinni var“Heimsókn í stúdíó
Það er alltaf gaman að fá innsýn í vinnuaðstöðu og störf ljósmyndara í stúdíói. Þriðjudagskvöldið 20. febrúar tók Gunnar Svanberg á móti tæplega 40 fókusfélögum í Bunker Studio, einu af glæsilegri ljósmyndastúdíóum landsins.
Lesa áfram „Heimsókn í stúdíó“Ljósmyndun sem listmiðill
María Kjartansdóttir. Mynd: Ósk Ebenesersdóttir.
María Kjartansdóttir, listrænn ljósmyndari, kom til okkur með fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Ljósmyndun sem listmiðill“. Þar fór María yfir vegferð sína sem ljósmyndari og hvernig stíll hennar hefur þróast í gegnum árin en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum og sýningum og unnið til ýmissa verðlauna.
Lesa áfram „Ljósmyndun sem listmiðill“Myndvinnslukvöld
Þriðjudagskvöldið 30. janúar komu 41 félagar saman og kynntust því hvernig Finnur P. Fróðason, Fókusfélagi, vinnur myndir.
Lesa áfram „Myndvinnslukvöld“Dagsferð í Þjórsárdal
Það voru 16 hressir félagar sem skruppu í Þjórsárdal og létu hvorki kulda né snjókomu stoppa sig. Gaukshöfði, Hjálparfoss, Hrauneyjar, Gjáin og Háifoss voru meðal staða sem voru heimsóttir.
Lesa áfram „Dagsferð í Þjórsárdal“