„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla

Félagsstarfið í Fókus hófst aftur eftir áramót á fyrirlestri hjá Golla, frétta- og heimildaljósmyndara sem fór fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 9. janúar. 46 félagar mættu og hlustuðu á frásögn hans af alls kyns verkefnum og sáu fjöldann allan af myndum úr safninu hans.

Lesa áfram „„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla“

Félagsstarfið hefst á ný

Nú þegar haustar að vaknar Fókus – félag áhugaljósmyndara af dvala. Stjórn hefur sett saman dagskrá fyrir haustið. Félagar eiga von á tölvupósti með frekari upplýsingum um næstu viðburði og starfið framundan.

Fyrsti fundur starfsársins er þriðjudaginn 12. september kl. 20.00 og er kynningarfundur þar sem stjórnin ætlar að fara yfir dagskrána.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu öfluga og skemmtilega ljósmyndastarfi getur þú skráð þig í félagið hér og fengið nánari upplýsingar um fundi, ferðir, sýningu félagsins og árbók.

Við hlökkum til komandi vetrar og vonum að við náum sem flest að vinna að áhugamálinu okkar, bæta okkur og læra eitthvað nýtt.

Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp

Nú þegar styttist í lok starfsársins hjá okkur er kannski snjallt að benda fólki á hlaðvörp sem hægt er að hlusta á í útilegum og á ferðlögum, sjónvarpsþætti og annað sem getur stytt okkur stundirnar á milli þess sem við förum út að mynda í sumar.

Við minnum þó á opið hús 16. maí og kvöldrölt sem verða öll þriðjudagskvöld í júní og félagar munu fá nánari upplýsingar um í tölvupósti.

Lesa áfram „Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp“