Aðalfundur Fókus, félags áhugaljósmyndara, fór fram í kvöld, 14. maí. Alls mættu 38 félagar á fundinn, sem er óvenju góð mæting á aðalfund.
Lesa áfram „Aðalfundur 2024“Category: Fókusfundir
Sýning, fundir og kvöldrölt
Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.
Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“Heimsókn í stúdíó
Það er alltaf gaman að fá innsýn í vinnuaðstöðu og störf ljósmyndara í stúdíói. Þriðjudagskvöldið 20. febrúar tók Gunnar Svanberg á móti tæplega 40 fókusfélögum í Bunker Studio, einu af glæsilegri ljósmyndastúdíóum landsins.
Lesa áfram „Heimsókn í stúdíó“Ljósmyndun sem listmiðill
María Kjartansdóttir. Mynd: Ósk Ebenesersdóttir.
María Kjartansdóttir, listrænn ljósmyndari, kom til okkur með fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Ljósmyndun sem listmiðill“. Þar fór María yfir vegferð sína sem ljósmyndari og hvernig stíll hennar hefur þróast í gegnum árin en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum listviðburðum og sýningum og unnið til ýmissa verðlauna.
Lesa áfram „Ljósmyndun sem listmiðill“Myndvinnslukvöld
Þriðjudagskvöldið 30. janúar komu 41 félagar saman og kynntust því hvernig Finnur P. Fróðason, Fókusfélagi, vinnur myndir.
Lesa áfram „Myndvinnslukvöld“„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla
Félagsstarfið í Fókus hófst aftur eftir áramót á fyrirlestri hjá Golla, frétta- og heimildaljósmyndara sem fór fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 9. janúar. 46 félagar mættu og hlustuðu á frásögn hans af alls kyns verkefnum og sáu fjöldann allan af myndum úr safninu hans.
Lesa áfram „„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla“Jólabingó, jólarölt og jólafrí
Þriðjudaginn 12. desember fór fram stórglæsilegt jólabingó Fókus á einum fjölmennasta fundi félagsins frá upphafi. Helgina áður hittist hópur Fókusfélaga í miðbæ Reykjavíkur og myndaði jólastemminguna.
Lesa áfram „Jólabingó, jólarölt og jólafrí“Fréttir af félagsstarfi
Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar í starfinu hjá okkur. Fyrirlestrar, opin hús, dagsferð og heimsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Hér koma stuttar frásagnir af helstu viðburðum og myndir.
Lesa áfram „Fréttir af félagsstarfi“Félagsstarfið komið á fullt
Það er óhætt að segja að félagsstarfið í Fókus hafi farið kröftulega af stað. Kynningarfundurinn í september var fjölmennur, góð þátttaka í kvöldrölti, vel heppnuð ferð í Kerlingarfjöll og myndasýning á opnu húsi.
Lesa áfram „Félagsstarfið komið á fullt“Félagsstarfið hefst á ný
Nú þegar haustar að vaknar Fókus – félag áhugaljósmyndara af dvala. Stjórn hefur sett saman dagskrá fyrir haustið. Félagar eiga von á tölvupósti með frekari upplýsingum um næstu viðburði og starfið framundan.
Fyrsti fundur starfsársins er þriðjudaginn 12. september kl. 20.00 og er kynningarfundur þar sem stjórnin ætlar að fara yfir dagskrána.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu öfluga og skemmtilega ljósmyndastarfi getur þú skráð þig í félagið hér og fengið nánari upplýsingar um fundi, ferðir, sýningu félagsins og árbók.
Við hlökkum til komandi vetrar og vonum að við náum sem flest að vinna að áhugamálinu okkar, bæta okkur og læra eitthvað nýtt.