Í kvöld, þriðjudaginn 11. febrúar, komu 45 Fókusfélagar saman og hlustu á mjög svo áhugaverða frásögn Halldórs Kr. Jónsonar af ferðalagi hans um nokkur ríki Bandaríkjanna þar sem viðfangsefnið voru stormar og óveður.

Ferðin var farin í júní í fyrra í samfloti með mönnum sem hafa verið að eltast við svona óverður í tvo áratugi. Það skein í gegnum frásögn Halldórs að ferðalagið gat verið uppfullt af spennu og eftirvæntingu en dagarnir gátu líka verið langir.

Myndirnar glæddu frásögnina lífi og það var virkilega áhugavert að heyra af búnaði og tækni við þessar krefjandi aðstæður sem verið var að mynda í.
Hægt er að skoða fjölda mynda Halldórs á vefsíðunni hans, https://doriphotos.com/ og hann er einnig virkur á instagram, https://www.instagram.com/dori_photoguide/.
Við þökkum kærlega fyrir áhugaverða og skemmtilega frásögn og frábæra myndasýningu!
Ef þig langar að komast í skemmtilegan félagsskap áhugafólks um ljósmyndun er hægt að skrá sig til leiks hér á vefnum.

