Samsýning Fókus „Andstæður“

Ljósmyndasýning Fókus í Gallerí Gróttu – Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltjarnarnesi.

Fókus – félag áhugaljósmyndara var stofnað árið 1999 af hópi áhugaljósmyndara til þess að rækta áhugamálið, stunda jafningjafræðslu og njóta félagsskapar hvers annars óháð aldri og störfum.  Félagsmenn eru nú 142.  Félagið heldur reglulega viðburði í formi fyrirlestra, vinnustöðvafunda, kvöldrölts, dagsferða og lengri ferða. Hápunktar félagsins eru svo útgáfa árbókar og hin árlega ljósmyndasýning.

Ljósmyndasýning félagsins er að þessu sinni haldin í Galleríi Gróttu, Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltjarnarnesi. Sýningin stendur frá 20. febrúar til og með 15. mars 2025.  Þema sýningarinnar er „Andstæður “.

Mikill metnaður er lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur, til að halda utanum sýninguna. Hún er með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun. Díana er okkur í félaginu að góðu kunn.

Þetta árið taka 38 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og er hluti þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.

Fókus – félag áhugaljósmyndara býður ykkur velkomin á sýninguna „Andstæður“ í Gallerí Gróttu – Eiðistorgi 11, 2. hæð.  Inngangur er um bókasafn Seltjarnarness. 

Opnunatímar mán-/fimmtudags kl. 10.00-18.30, föstudaga 10.00-17.00, laugardaga kl. 11.00-14.00 og sunnudaga kl. 13.00-16.00.