Samsýning Fókus 2025 opnuð

Það var hátíðlegt í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 20. febrúar þegar rétt um 100 manns mættu á opnun samsýningar Fókus, Andstæður. 38 félagar sýna þar fjölbreyttar myndir sem allar tengjast þemanu á einhvern hátt.

Glaðir sýnendur á opnun. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Sýningin stendur til 15. mars næstkomandi, endilega kíkið við og munið að kvitta í gestabókina. Sýningin er aðgengileg frá Bókasafni Seltjarnarness, annarri hæð á Eiðistorgi, beint fyrir ofan Hagkaup.

Opnunartímar eru sem hér segir:

Mán-fim: 10.00 – 18.30
Fös: 10.00 – 17.00
Lau: 11.00-14.00
Sun: 13.00-16.00

Myndirnar eru fjölbreyttar. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Sýningarstjórn var í öruggum höndum Díönu Júlíusdóttur og sömuleiðis frábærri sýninganefnd sem var leidd af Báru Snæfeld, sem gekk sjálf í félagið fyrir ekki svo löngu síðan, en það sýnir vel hversu aðgengilegt og frábært félagið okkar er.

Bára og Díana ræða málin á opnuninni. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Öll vinna Fókus er unnin í sjálfboðastarfi með jafningjafræðslu að leiðarljósi, en með hverju ári öðlast félagar sem taka virkan þátt í starfinu meiri reynslu og þekkingu á hinum ýmsu sviðum, til dæmis stjórnun ljósmyndasýninga. 🥳 Við þökkum þátttakendum, félögum, vinum og gestum kærlega fyrir komuna í dag.

Fjölbreytt úrval mynda. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Ljósmyndirnar voru prentaðar af Benedikt Sigurgeirssyni hjá ljosmyndaprentun.is. Við þökkum einnig sérstaklega styrktaraðilum sýningarinnar sem allir hafa stutt dyggilega við Fókus í fjölda ára, Halldór Jón Garðarsson hjá Canon á Íslandi, Bjarki Reynisson hjá Reykjavík Fótó, Einar Erlendsson hjá Hugbúnaðarsetrinu, og Prentmet Oddi.

Ef þig langar að komast í skemmtilegan félagsskap áhugafólks um ljósmyndun og taka jafnvel þátt í sýningu næsta árs, er hægt að skrá sig til leiks hér á vefnum.