Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt

Þriðjudagskvöldið 6. desember fór fram jólafundur Fókus. Dagskráin var einföld eins og venjan er á jólafundum. Að þessu sinni var haldið bingó, þar sem félagsmenn gátu unnið vinninga frá Reykjavík Foto. Að loknu bingói nutu félagar samverunnar með veitingum og ljósmyndatengdu spjalli.

Lesa áfram „Jólafundur, ljósabúnaður og kvöldrölt“

6. Stjórnarfundur með félagsmönnum

Fundargerð 6. stjórnarfundar Fókus hefur verið sett inn á spjallið okkar og má finna hér: 6. stjórnarfundur Fókus, 26. janúar 2021

Photo by Scott Graham on Unsplash
Photo by Scott Graham on Unsplash

Þetta var mjög áhugaverður fundur með góðum umræðum um starf félagsins. Mæli með að kíkja á hana, einkum ef þú komst ekki á fundinn.

ATH það er einungis í boði fyrir Fókusfélaga að sjá fundargerðina.

Fókus streymi í kvöld!

Fókus streymi á Teams fyrir meðlimi Fókus kl. 20 þann 9. febrúar 2021.

Allir meðlimir eru búnir að fá póst með hlekk inn á fundinn. Leitið í ruslsíum og öðru en inboxinu ykkar ef þið sjáið ekki póstinn eða hafið samband í fokusfelag@fokusfelag.is

Dagskrá fundar

  1. Gunnar Freyr og Daðey fara aðeins yfir það ljósmyndanám sem þau hafa stundað í sitt hvorum skólanum. Farið verður yfir hvernig kennslunni er háttað, hvað er gott og hvað mætti vera betra, próf, verkefnaskil o.s.frv.
  2. Gunnar Freyr fer lauslega yfir sitt vinnuflæði í Capture 1 Pro myndvinnsluforritinu og hraðvinnur eina mynd.
<span>Photo by <a href="https://unsplash.com/@smnzhu?utm_source=unsplash&utm_medium=referral&utm_content=creditCopyText">Simon Zhu</a> on <a href="https://unsplash.com/s/photos/photoshop?utm_source=unsplash&utm_medium=referral&utm_content=creditCopyText">Unsplash</a></span>
Mynd frá Simon Zhu á Unsplash

Tekið verður við spurningum eftir hvorn dagskrárlið fyrir sig en einnig eru fundargestir hvattir til að nota möguleikann í Teams og biðja um orðið á meðan á kynningu stendur og bera fram spurninguna þá.

Hlökkum til að sjá ykkur!