Þriðjudagskvöldið 10. janúar fengu Fókusfélagar kynningu á helstu atriðum sem varða höfundarétt á ljósmyndum. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur Myndstefs kynnti fyrir okkur nokkur grundvallaratriði höfundarréttarlaga.
Allir ljósmyndarar sem birta verk sín, selja þau eða taka að sér ljósmyndaverkefni ættu að vera mjög meðvitaðir um að sköpunarverk þeirra falla undir lög um höfundarrétt. Þegar verkin okkar eru notuð af öðrum gilda ýmsar reglur og lög um þau afnot. Það eru mörg hugtök sem allir ljósmyndarar ættu að kynna sér og hafa í huga.
Sem eigendur höfundarréttar getum við átt rétt á greiðslum fyrir afnotin og ef við tökum að okkur verkefni er mikilvægt að huga vel að því að við seljum ekki frá okkur höfundarréttinn og við ættum alltaf að semja um tímabundin afnot af hugverkum okkar, hvort sem sá samningur er formlegur eða einfaldlega í tölvupóstsamskiptum við þann aðila sem vill nota myndirnar okkar. (Sjá skapalón að samningum á vef Myndstefs)
Við eigum líka rétt á því að myndir frá okkur sem eru notaðar, til dæmis á netmiðlum, séu merktar okkur.
Hægt er að sækja glærurnar hennar Hörpu Fannar hér.
Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.
Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.