Innanhúss ljósmyndun og mótorsport

Þriðjudagskvöldið 12. nóvember mættu 35 Fókusfélagar á kvöldfund og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Fókusfélagarnir Gissur Orri Steinarsson og Einar Valur Einarsson sögðu frá mjög ólíkum viðfangsefnum. Annars vegar sagði Gissur frá innahússljósmyndun sinni með áherslu á fágun, fallega lýsingu og sérhæfða myndvinnslu. Hins vegar sagði Einar okkur frá mótorsport ljósmyndun með áherslu á að fanga hreyfingu, kraft og hið hráa umhverfi sem oft einkennir sportið.

Lesa áfram „Innanhúss ljósmyndun og mótorsport“

Félagsstarfið rúllar af stað

Þriðjudagskvöldið 10. september mættu 45 Fókusfélagar á kynningarfund þar sem stjórn kynnti dagskrá komandi vetrar. Í vetur er meiningin að nýta krafta félagsmanna í meira mæli, efna meðal annars til jafningjafræðslukvölda þar sem ýmsir angar ljósmyndunar verða skoðaðir, rýna saman í myndir félaga og læra hvert af öðru.

Lesa áfram „Félagsstarfið rúllar af stað“

Sýning, fundir og kvöldrölt

Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.

Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“

„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla

Félagsstarfið í Fókus hófst aftur eftir áramót á fyrirlestri hjá Golla, frétta- og heimildaljósmyndara sem fór fram í kvöld, þriðjudagskvöldið 9. janúar. 46 félagar mættu og hlustuðu á frásögn hans af alls kyns verkefnum og sáu fjöldann allan af myndum úr safninu hans.

Lesa áfram „„Þú rammar inn með fótunum“ – kvöldfundur með Golla“