1. grein
Félagið heitir Fókus, félag áhugaljósmyndara, kt. 680499-3149. Heimili og varnarþing er í Reykjavík.
1.1. grein
Fókus vinnur í samstarfi við Ljósmyndamiðstöð Íslands (LMÍ) og nýtur fyrir vikið þeirrar þjónustu sem LMÍ hefur upp á að bjóða. Við nýskráningu í Fókus býðst félögum að taka afstöðu til sjálfstæðrar aðildar sinnar að LMÍ. Samþykki viðkomandi skráninguna í LMÍ gefur hann stjórn Fókus um leið heimild til að veita LMÍ upplýsingar um sig úr félagatali Fókus. Hafni viðkomandi aðild að LMÍ hefur það engin áhrif á félagsaðild viðkomandi í Fókus.
2. grein
Tilgangur og markmið félagsins er að virkja ljósmyndun sem áhugamál hjá fólki og skapa um leið öflugan vettvang fyrir félaga til að sinna þessu áhugamáli sínu.
3. grein
Félagið mun meðal annars standa fyrir fundum, sýningum, fræðslu, ljósmyndaferðum, ljósmyndakeppnum, samstarfi við fagaðila um kynningar á vörum og þjónustu tengt ljósmyndun. Félagið skal hafa forgöngu um að fá hagstæð kjör fyrir félaga í viðskiptum við fyrirtæki sem bjóða ljósmyndavörur og þjónustu. Starfstími félagsins er að jafnaði september – maí ár hvert.
3.1 grein
Notkun búnaðar og tækja félagsins er eingöngu ætluð félögum, skal notkun og pöntun fara fram á þar til gerðu rafrænu skráningarformi. Félögum ber að ganga vel frá öllum tækjum og tólum eftir notkun. Óheimilt er að lána út búnaðinn til þriðja aðila.
4. grein
Félagið er opið öllum sem áhuga hafa á ljósmyndun, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Félagar eru þeir sem greitt hafa árgjald til félagsins. Félagsgjald fellur í gjalddaga 1. febrúar og eindagi er 15. febrúar. Félagi sem ekki hefur greitt félagsgjald fyrir 1. mars fellur af félagaskrá.
5. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs og leggja fram reikninga félagsins. Aðeins félagar mega vera þátttakendur í aðalfundi. Til aðalfundar skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara og skal taka fyrir hefðbundin aðalfundarstörf.
6. grein
Aðalfund skal boða með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara með skriflegri tilkynningu til félagsmanna, eða á annan tryggilegan hátt. Rafræn fundarboðun, eins og tölvupóstur eða orðsending á vefsíðu, telst tryggileg. Aðalfundur er löglegur ef til hans er löglega boðað.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Setning fundar
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla stjórnar lögð fram
4. Umræður um skýrslu stjórnar
5. Reikningar lagðir fram af gjaldkera
6. Umræður um reikninga
7. Reikningar bornir undir atkvæði
8. Lagabreytingar
9. Félagsgjöld ákveðin
10. Kosning stjórnar og skoðurnarmanna
11. Kosning í nefndir Fókus, ferðanefnd og sýningarnefnd. Stjórn skipar aðrar nefndir
12. Önnur mál
7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 7 félögum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og þremur meðstjórnendum. Stjórnarfólk skal kjörið til tveggja ára í senn, formann, ritara og einn meðstjórnanda á oddatölu ári en varaformann, gjaldkera og tvo meðstjórnendur á sléttatölu ári. Á aðalfundi skal kjósa skoðunarmann reikninga og einn til vara.
8. grein
Félagar skulu gæta fyllstu háttvísi í samskiptum innan félagsins. Hafi félagi athugasemdir eða vill koma á framfæri ábendingum sem varða félagið eða félaga þess skal hann senda erindi til stjórnar. Ef ósættir er með störf stjórnar þá hefur aðalfundur æðsta vald í félaginu og unnt er að boða til aukaaðalfundar riti 20% félaga undir slíka ósk.
9. grein
Lögum félagsins verður eingöngu breytt á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Með fundarboði um aðalfund skulu fylgja framlagðar tillögur um lagabreytingar. Nái tillaga til lagabreytingar samþykki 2/3 hluta fundarmanna öðlast hún þegar gildi.
10. grein
Komi fram tillaga um það að félaginu skuli slitið skal hún sæta sömu meðferð og tillaga um lagabreytingar, samanber 14 grein í lögum félagsins. Sé tillaga um slit félagsins samþykkt skulu hreinar eignir félagsins renna til Ljósmyndasafns Reykjavíkur.
11. grein
Almennar reglur um félög og fundarsköp ráða þar sem fyrirmæli skortir í samþykktum þessum.
(Samþykkt á aðalfundi 2. maí 2023)