Ljósmyndasýning Fókus 2022

Kæru félagar.
Nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum og fara út og taka flottar landslagsmyndir til að senda inn til sýningarnefndarinnar og taka þátt í valinu á myndunum sem verða með á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor.

Við höfum tekið ákvörðun um að prenta myndirnar á Canson Infinity Baryta Prestige 340g pappír, sjá nánari upplýsingar um pappírinn hér. Prentunin verður í höndum hans Benedikts hjá Ljósmyndaprentun.is. Smelltu hér til þess að sækja ICC litaprófíl fyrir prentunina hjá Ljósmyndaprentun.is, leiðbeiningar um notkun hans verða hér neðar í skjalinu.

Þetta er ISO vottaður pappír í hæsta gæðaflokki og verður myndin sett á frauðplötu sem styrkt er með álfilmu sem kemur í veg fyrir að það verpist með tímanum og er sterkara en hefðbundið frauðplötuefni.

  • Stærð mynda verður 90 x 60cm sem eru 3:2 hlutföll eða þau sömu og á flestum stafrænum myndavélum. Best er að skila myndum í þeirri stærð sem myndavélin skilar af sér og alls ekki minnka myndirnar nema það sé verið að laga myndbyggingu . Sýningarnefnd getur veitt ráðleggingar og aðstoðað þá sem eru ekki með þessi mál alveg á hreinu. 
     
  • Allar myndir verða að vera í landscape sniði, s.s lengri hliðin lárétt.
     
  • Hver félagi má skila inn 2 myndum í von um að verða fyrir valinu en það fer aldrei nema ein mynd frá hverjum fyrir augu valnefndar. Sýningarnefnd mun þá velja hvor myndin heldur áfram á það stig.
     
  • 30 myndir verða valdar inn og mun óháð valnefnd atvinnuljósmyndara velja myndirnar án neinna upplýsinga um hvaðan myndirnar koma.
     
  • Engin tímamörk á hvenær myndin var tekin. Þetta er breyting frá því sem við sögðum síðast því við viljum fá ykkar allra besta verk upp á vegg í Ráðhúsi Reykjavíkur.
     
  • Myndir skulu sendar á netfangið syning (hjá) fokusfelag.is. Athugið að það eru ~25MB stærðartakmörk fyrir viðhengi á pósthólfinu okkar og því er best að nota www.wetransfer.com eða sambærilegar gagnaflutningsþjónustur til að koma myndum til okkar. Sýningarnefnd mun staðfesta mótttöku fljótlega eftir viðtöku mynda, en við höfum lent í því að tölvupóstar hafa ekki borist til okkar (t.d. vegna of stórra viðhengja).
     
  • Nauðsynlegt er að skráarheiti innsendinga innihaldi ykkar fullt nafn ásamt titil myndarinnar, þó borgar sig að sleppa íslenskum stöfum, til dæmis JonJonsson_Radhusid_ad_vori.jpg
     
  • SKILAFRESTUR ER 1.MARS
  • Kostnaður við þátttöku er 10.000 kr. en sýnandi fær að sína útprentun aftur í hendur að sýningu lokinni.

Þetta verður glæsileg sýning og frábær leið til að sýna hversu frábæra ljósmyndara við höfum í okkar röðum. Þetta mun auka hróður félagsins og vonandi fá til okkar nýja meðlimi til að taka þátt í starfinu með okkur. Allir út að mynda eða vinna eldri myndir 😊

Fyrir þá sem vita ekki hvernig er vista að vista út myndir fyrir prentun, þá myndi það gleðja prentarann mjög að fá óskerptar myndir í upprunalegri stærð. AdobeRGB litrúm, í 16 bita litadýpt og .TIFF skráarsniði væri frábært, en venjulegt sRGB litrúm mun virka fínt líka. Annars er hér smá pistill frá Ljosmyndaprentun.is hvernig best sé að skila skrámÞað er viðbúið að myndir í svona góðum gæðum séu mjög stórar í megabætum og því útilokað að senda þær sem viðhengi í tölvupósti, því undirstrikum við notkun http://www.wetransfer.com sem er ókeypis gagnaflutningaþjónusta, en auðvitað má nota aðrar sambærilegar leiðir. Ekki hika við að leita aðstoðar hjá öðrum Fókusfélögum ef þess þarf.

Og hér er skjáskot á því hvernig vistunin úr Lightroom gæti litið út:

ICC litaprófíll
Smelltu hér til þess að sækja ICC litaprófíl fyrir prentunina hjá Ljósmyndaprentun.is. Þeir sem vilja fullvissa sig um að litir komi eins út á prenti eins og á skjá þurfa að setja upp ICC prófíl hjá sér. Munið svo að lækka birtuna í tölvuskjánum ykkar umtalsvert því myndir á prenti eru alltaf dekkri en það sem við erum vön að sjá á skjám.

Uppsetning á Mac:
Afritaðu skjalið Ljosmyndaprentun_Canson_Prestige.icm í  /Library/ColorSync/Profiles möppuna á stýrikerfisdisknum.

Uppsetning á Windows:
Hægri smelltu á Ljosmyndaprentun_Canson_Prestige.icm og veldu Install Profile

Lightroom uppsetning:
Ath. þessi ICC prófíll virkar á flest forrit en við munum einungis bjóða upp á leiðbeiningar fyrir Lightroom.

Veljið Print flipann, því næst skruna niður að Print Job flokknum, smella á Managed by printer og velja Other


Því næst þarf að haka við BS_Cans_Prest_Stór3.icm í listanum og smella á OK. Athugið að þessi listi verður öðruvísi á ykkar tölvu en þessi valkostur á að vera til staðar ef þið eruð búin að setja inn ICC prófílinn.



Að lokum er farið í Develop módúlinn í Lightroom, ýta á S á lyklaborðinu til að virkja Soft Proof og þá birtist þessi möguleiki ofarlega til hægri að velja prófíl. Smellið þar og veljið BS_Cans_Prest_Stór3.icm. Þegar þetta er komið þá ýtið þið á S á lyklaborðinu til að virkja og afvirkja Soft Proof haminn, sem sýnir nokkurnveginn hvernig prentarinn og pappírinn hjá Ljósmyndaprentun.is mun túlka myndirnar ykkar.