Fókus vaknar á ný eftir jólafrí og glæsileg vordagskrá er óðum að taka á sig mynd. Að vanda verður boðið upp á fræðslu og fyrirlestra, langar og stuttar ferðir og kvöldrölt, ásamt sýningu og árbók.
Lesa áfram „Vordagskráin birt“Jólabingó og jólafrí
Þriðjudagskvöldið 10. desember hittust 45 Fókusfélagar í Vesturbænum á jólabingókvöldi, gæddu sér á jólalegum veitinum og spjölluðu um uppáhaldsáhugamál okkar allra – ljósmyndun.
Lesa áfram „Jólabingó og jólafrí“Innanhúss ljósmyndun og mótorsport
Þriðjudagskvöldið 12. nóvember mættu 35 Fókusfélagar á kvöldfund og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Fókusfélagarnir Gissur Orri Steinarsson og Einar Valur Einarsson sögðu frá mjög ólíkum viðfangsefnum. Annars vegar sagði Gissur frá innahússljósmyndun sinni með áherslu á fágun, fallega lýsingu og sérhæfða myndvinnslu. Hins vegar sagði Einar okkur frá mótorsport ljósmyndun með áherslu á að fanga hreyfingu, kraft og hið hráa umhverfi sem oft einkennir sportið.
Lesa áfram „Innanhúss ljósmyndun og mótorsport“Myndvinnslukvöld
Þriðjudagskvöldið 29. október mættu 41 Fókusfélagi á myndvinnslukvöld þar sem kynnt voru tvö myndvinnsluforrit sem hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarið, DxO og CaptureOne.
Lesa áfram „Myndvinnslukvöld“Ævintýraleg haustferð í Veiðivötn
Texti unnin úr frásögnum nokkurra félaga.
Upphaf ferðar
Föstudaginn 20. september hófst ævintýraleg haustferð okkar í Veiðivötn. Eftir langan vinnudag hópuðust ferðalangarnir saman í Norðlingaholti, spenntir að komast úr amstri daglega lífsins og taka sér smá pásu frá hversdagsleikanum.
Lesa áfram „Ævintýraleg haustferð í Veiðivötn“Félagsstarfið rúllar af stað
Þriðjudagskvöldið 10. september mættu 45 Fókusfélagar á kynningarfund þar sem stjórn kynnti dagskrá komandi vetrar. Í vetur er meiningin að nýta krafta félagsmanna í meira mæli, efna meðal annars til jafningjafræðslukvölda þar sem ýmsir angar ljósmyndunar verða skoðaðir, rýna saman í myndir félaga og læra hvert af öðru.
Lesa áfram „Félagsstarfið rúllar af stað“Haustdagskrá 2024
Nú fer líf að færast í Fókus aftur eftir sumarfrí. Framundan eru kvöldfundir, kaffihúsahittingar, kvöldrölt, dagsferðir og helgarferðir á starfsárinu sem fer að byrja. Viðburðir verða kynntir sérstaklega með tölvupósti til félaga.
Dagskrána má sjá hér:
https://fokusfelag.is/dagskra-2024-haust/
Verið velkomin í Fókus:
https://fokusfelag.is/skraning-i-felagid/
Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd
30. maí – 2. júní 2024
Þann 30. maí 2024 fóru nokkrir félagsmenn Fókus í vorferð vestur í Dalasýslu. Markmið ferðarinnar var að skoða þetta fallega svæði og njóta þess að vera þar saman með myndavél í hönd.
Dagur 1 (31. maí)
Gullfoss (í Gilsfirði)
Ferðin hófst (hjá höfundi) með tilkomumikilli heimsókn að Gullfossi í Gilsfirði. Gullfoss rennur í botni Gilsfjarðar, rétt fyrir ofan nyrsta bæ Dalasýslu, sem er nú kominn í hálfgerða eyði en landeigendur nýta hann sem sumarhús í dag.
Fossinn er töluvert hár og kraftmikill og bauð upp á fjölda myndatækifæra úr allskyns sjónarhornum. Þó svo að það vanti jarðhita á svæðinu og hvergi sé að finna Strokk á nærliggjandi svæði, þá gefur Gullfoss í Gilsfirði frænda sínum fyrir sunnan ekkert eftir hvað varðar glæsileika.
Lesa áfram „Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd“Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni
Á þriðjudagskvöld 28.05.2024 héldum við í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í skemmtilegt ljósmyndarölt um Búrfellsgjá í Garðabæ. Þrátt fyrir rigningu og smá gjólu, létum við ekki veðrið á okkur fá og nutum þess að fanga einstaka fegurð náttúrunnar.
Aðalfundur 2024
Aðalfundur Fókus, félags áhugaljósmyndara, fór fram í kvöld, 14. maí. Alls mættu 38 félagar á fundinn, sem er óvenju góð mæting á aðalfund.
Lesa áfram „Aðalfundur 2024“