Á þriðjudagskvöld 28.05.2024 héldum við í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í skemmtilegt ljósmyndarölt um Búrfellsgjá í Garðabæ. Þrátt fyrir rigningu og smá gjólu, létum við ekki veðrið á okkur fá og nutum þess að fanga einstaka fegurð náttúrunnar.
Lesa áfram „Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni“Category: Fókusrölt
Sýning, fundir og kvöldrölt
Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.
Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“Félagsstarfið komið á fullt
Það er óhætt að segja að félagsstarfið í Fókus hafi farið kröftulega af stað. Kynningarfundurinn í september var fjölmennur, góð þátttaka í kvöldrölti, vel heppnuð ferð í Kerlingarfjöll og myndasýning á opnu húsi.
Lesa áfram „Félagsstarfið komið á fullt“Kvöldrölt við Mógilsá
Nokkrir Fókusfélagar hittust við Esjurætur í kvöld, 20. júní, og gengu um í umhverfi Mógislár. Þar var ýmislegt að mynda, fallegur skógarbotn, tré, lúpína í blóma og sitthvað fleira.
Lesa áfram „Kvöldrölt við Mógilsá“Kvöldrölt í júní
Síðasti hluti á starfsári félagsins eru kvöldrölt alla þriðjudaga í júní. Það fyrsta fór fram 6. júní og mættu um 15 félagar í Hólavallakirkjugarð, röltu þar um og mynduðu og enduðu svo kvöldið á kaffihúsi í léttu spjalli.
Lesa áfram „Kvöldrölt í júní“Kvöldrölt í Gróttu
Í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 6. apríl, boðaði ferðanefnd félagsins til kvöldrölts í Gróttu til að mynda sólarlagið eða fuglana, æfa sig í að nota filtera og njóta öruggrar samveru við aðra ljósmyndara, með tveggja metra fjarlægð utandyra, spjalla um ljósmyndun, læra og leika.
Svona hittingar eru reglulegur þáttur í starfsemi félagsins. Félagar fá tölvupóst með öllum upplýsingum er varða ferðir. Þær einkennast af góðri stemmingu og skemmtilegu spjalli um myndatökur, þar sem fólk deilir af reynslu sinni og hjálpast að.
Eftir ferðir deila félagar svo myndum úr ferðinni í spjallþræði á vef félagsins þar sem er ótrúlega gaman að sjá hvernig fólk nálgast viðfangsefnin með ólíkum hætti. Hér er spjallþráðurinn með myndum frá gærkvöldinu.
Dagskrá þessa vors er aðgengileg hér, og fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið er hægt að gera það hér.