Í gærkvöldi, þriðjudagskvöldið 6. apríl, boðaði ferðanefnd félagsins til kvöldrölts í Gróttu til að mynda sólarlagið eða fuglana, æfa sig í að nota filtera og njóta öruggrar samveru við aðra ljósmyndara, með tveggja metra fjarlægð utandyra, spjalla um ljósmyndun, læra og leika.
Svona hittingar eru reglulegur þáttur í starfsemi félagsins. Félagar fá tölvupóst með öllum upplýsingum er varða ferðir. Þær einkennast af góðri stemmingu og skemmtilegu spjalli um myndatökur, þar sem fólk deilir af reynslu sinni og hjálpast að.
Eftir ferðir deila félagar svo myndum úr ferðinni í spjallþræði á vef félagsins þar sem er ótrúlega gaman að sjá hvernig fólk nálgast viðfangsefnin með ólíkum hætti. Hér er spjallþráðurinn með myndum frá gærkvöldinu.
Dagskrá þessa vors er aðgengileg hér, og fyrir þá sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið er hægt að gera það hér.