Fyrsti kvöldfundur ársins var haldinn þriðjudaginn 28. janúar. 31 félagi mætti til að fylgjast með og taka þátt í svarthvítri myndvinnslu.
Við fórum yfir myndir sem félagar höfðu sent inn, ræddum það hvernig skuggar og ljós svæði stýra auganu í svarthvítum myndum og hvað gerist þegar litur er tekinn úr ljósmynd.

Áhugasamir Fókusfélagar tóku þátt í vinnslunni, komu með hugmyndir og ábendingar.
Svona kvöld eru alltaf gagnleg, fólk veltir fyrir sér myndbyggingu, ljósi og skuggum og stundum lærir fólk eitthvað nýtt í myndvinnsluforritum.
Árbók í vinnslu
Á fundinum voru eldir árbækur Fókus til sýnis, en félagið hefur gefið út árbækur með myndum félaga flest ár síðan 1999.

Nú stendur yfir vinnsla á árbók ársins 2024 og margir félagar að fletta í gegnum myndasöfnin sín og velja myndir.
Framundan
Næsti viðburður í Fókus verður kvöldrölt í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík í byrjun febrúar og næsti kvöldfundur verður 11. febrúar, en þá ætlum við að skoða myndir sem tengjast þema janúarmánaðar og hlusta á fyrirlestur um „storm chasing“ í Bandaríkjunum. Félagar fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum þegar nær dregur.
Ef þig langar að komast í skemmtilegan félagsskap áhugafólks um ljósmyndun er hægt að skrá sig til leiks hér á vefnum.