Sýning verður til

Í gærkvöldi mætti vaskur hópur félagsmanna í Gallerí Gróttu á 2. hæð á Eiðistorgi og setti upp samsýningu 38 félaga.

Díana Júlíusdóttir, sýningarstjóri, leiddi vinnuna af fagmennsku. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Sýningin verður opnuð næsta fimmtudag, 20. febrúar og verður opin á opnunartíma bókasafnsins á Eiðistorgi.

Samsýning Fókus hefur verið haldin til fjölda ára og er einn allra stærsti viðburðurinn í starfi félagsins. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson.

Opnun á árlegri sýningu Fókus er alltaf mikið tilhlökkunarefni og það var mikil spenna í loftinu við uppsetninguna í gær þar sem var vandað til allra verka.

Gengið í öll verk, hvort sem það var að negla upp myndir, mála veggi eða breyta lýsingu. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Ef þig langar að komast í skemmtilegan félagsskap áhugafólks um ljósmyndun og taka jafnvel þátt í sýningu næsta árs, er hægt að skrá sig til leiks hér á vefnum.