Þá er félagsstarfið í Fókus að hefjast aftur eftir jólafrí.
Skilafrestur fyrir myndir á sýningu félagsins rennur út á miðnætti í dag, 9. janúar.
Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 10. janúar þar sem við fáum m.a. stutta kynningu frá Myndstef um ýmis réttindmál ljósmyndara.
Þann 24. janúar verður síðan félagsfundur þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari mun segja frá ýmiss konar verkefnum sem hann hefur unnið.
Ferðanefndin mun hefja sitt starf núna á fyrstu vikum ársins og opnað verður fyrir innsendingar félagsmanna í árbók félagsins.
Þannig að það er margt um að vera og líflegt starf framundan næstu mánuði.
Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.
Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.