Félagsstarfið hefst á ný

Nú þegar haustar að vaknar Fókus – félag áhugaljósmyndara af dvala. Stjórn hefur sett saman dagskrá fyrir haustið. Félagar eiga von á tölvupósti með frekari upplýsingum um næstu viðburði og starfið framundan.

Fyrsti fundur starfsársins er þriðjudaginn 12. september kl. 20.00 og er kynningarfundur þar sem stjórnin ætlar að fara yfir dagskrána.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu öfluga og skemmtilega ljósmyndastarfi getur þú skráð þig í félagið hér og fengið nánari upplýsingar um fundi, ferðir, sýningu félagsins og árbók.

Við hlökkum til komandi vetrar og vonum að við náum sem flest að vinna að áhugamálinu okkar, bæta okkur og læra eitthvað nýtt.

Hreyfing með tilgangi

Þriðjudagskvöldið 21. febrúar 2023 hélt Rannveig Björk Gylfadóttir erindi um ICM tækni (Intentional Camera Movement). Hún rakti sögu sína sem áhugaljósmyndari og hvernig þetta tiltölulega óþekkta form ljósmyndunar náði að heilla hana. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur og núvitundarkennari. Gaman að segja frá því að hún skráði sig í Fókus s.l. haust eftir að hafa heyrt af félaginu frá vinkonu í Fókus.

Lesa áfram „Hreyfing með tilgangi“

Starfið hefst aftur eftir jólafrí

Þá er félagsstarfið í Fókus að hefjast aftur eftir jólafrí.

Skilafrestur fyrir myndir á sýningu félagsins rennur út á miðnætti í dag, 9. janúar.

Fyrsta opna hús ársins verður þriðjudaginn 10. janúar þar sem við fáum m.a. stutta kynningu frá Myndstef um ýmis réttindmál ljósmyndara.

Þann 24. janúar verður síðan félagsfundur þar sem Þorkell Þorkelsson ljósmyndari mun segja frá ýmiss konar verkefnum sem hann hefur unnið.

Ferðanefndin mun hefja sitt starf núna á fyrstu vikum ársins og opnað verður fyrir innsendingar félagsmanna í árbók félagsins.

Þannig að það er margt um að vera og líflegt starf framundan næstu mánuði.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.

Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.