Aðalfundur Fókus fór fram þriðjudaginn 2. maí. Mæting var góð, tæplega 30 félagar mættu.
Aðalfundarstörf voru hefðbundin og skv. lögum félagsins. Formaður gerði grein fyrir starfi félagsins á síðasta ári, gjaldkeri lagði fram ársreikning sem var samþykktur.
Því næsta voru umfangsmiklar lagabreytingartillögu stjórnar ræddar og samþykktar, með smávægilegum breytingum á orðalagi. Markmiðið með þessum breytingum er að einfalda lögin og gera þau skýrari. Ný lög félagsins má nálgast hér.
Að lokum var kosið í stjórn, ferðanefnd og sýninganefnd. Sú stjórn sem starfaði á nýliðnu starfsári bauð sig fram til áframhaldandi starfa og var kosin.
Stjórn Fókus 2023-2024
Daðey Arnborg Sigþórsdóttir formaður
Guðjón Ottó Bjarnason varaformaður
Þorkell Sigvaldason ritari
Kristján U. Kristjánsson gjaldkeri
Ósk Ebenesersdóttir meðstjórnandi
Svanur Sigurbjörnsson meðstjórnandi
Tryggvi Már Gunnarsson meðstjórnandi
Stjórnin þakkar fyrir góða mætingu og góðar umræður á aðalfundinum.