Ætlar þú að mynda gosið?

Sumir segja að það sé fátt sem toppi eldgos þegar kemur að landslagsljósmyndun. Ég er alveg í þeim hópi og þegar fregnir bárust af eldgosi í bakgarði höfuðborgarsvæðisins fór um mig fiðringur og á sunnudag gekk ég að gosstöðvunum og naut þar náttúrundurs sem ég mun seint gleyma.

Séð yfir gíginn í Geldingadal. (Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson)

Það eru eflaust margir Fókusfélagar sem hugsa sér gott til glóðarinnar (í orðsins fyllstu merkingu) og vilja gera sér ferð að gosstöðvunum eins og þúsundir Íslendinga hafa þegar gert.

Lesa áfram „Ætlar þú að mynda gosið?“

Þú þarft að geta hlustað á þögnina

Eyþór Ingi Jónsson er tónlistarmaður og ljósmyndari á Akureyri. Hann stundar  fuglaljósmyndun af miklum krafti og undanfarið hafa landslagsmyndirnar hans vakið verðskuldaða athygli. Þessa dagana er til dæmis úrval mynda eftir Eyþór til sýnis á Glerártorgi á Akureyri.

Lesa áfram „Þú þarft að geta hlustað á þögnina“

Fréttamyndir ársins 2020

Nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sýning á fréttamyndum ársins 2020 sem valdar voru af óháðri dómnefnd fyrir Blaðaljósmyndarafélag Íslands.

Myndin hér fyrir ofan var valin mynd ársins og er birt hér með leyfi frá Blaðaljósmyndarafélaginu. Myndin er hluti af myndaröð þar sem fjallað erum Covid-19 og álagið sem því fylgdi á Landspítalanum. Ljósmyndari / Þorkell Þorkelsson.

Lesa áfram „Fréttamyndir ársins 2020“