Innanhúss ljósmyndun og mótorsport

Þriðjudagskvöldið 12. nóvember mættu 35 Fókusfélagar á kvöldfund og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Fókusfélagarnir Gissur Orri Steinarsson og Einar Valur Einarsson sögðu frá mjög ólíkum viðfangsefnum. Annars vegar sagði Gissur frá innahússljósmyndun sinni með áherslu á fágun, fallega lýsingu og sérhæfða myndvinnslu. Hins vegar sagði Einar okkur frá mótorsport ljósmyndun með áherslu á að fanga hreyfingu, kraft og hið hráa umhverfi sem oft einkennir sportið.

Lesa áfram „Innanhúss ljósmyndun og mótorsport“

Ævintýraleg haustferð í Veiðivötn

Mynd: Gissur O. Steinarsson

Texti unnin úr frásögnum nokkurra félaga.

Upphaf ferðar

Föstudaginn 20. september hófst ævintýraleg haustferð okkar í Veiðivötn. Eftir langan vinnudag hópuðust ferðalangarnir saman í Norðlingaholti, spenntir að komast úr amstri daglega lífsins og taka sér smá pásu frá hversdagsleikanum.

Lesa áfram „Ævintýraleg haustferð í Veiðivötn“

Félagsstarfið rúllar af stað

Þriðjudagskvöldið 10. september mættu 45 Fókusfélagar á kynningarfund þar sem stjórn kynnti dagskrá komandi vetrar. Í vetur er meiningin að nýta krafta félagsmanna í meira mæli, efna meðal annars til jafningjafræðslukvölda þar sem ýmsir angar ljósmyndunar verða skoðaðir, rýna saman í myndir félaga og læra hvert af öðru.

Lesa áfram „Félagsstarfið rúllar af stað“

Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd

30. maí – 2. júní 2024

Þann 30. maí 2024 fóru nokkrir félagsmenn Fókus í vorferð vestur í Dalasýslu. Markmið ferðarinnar var að skoða þetta fallega svæði og njóta þess að vera þar saman með myndavél í hönd.

Dagur 1 (31. maí)

Gullfoss (í Gilsfirði)

Ferðin hófst (hjá höfundi) með tilkomumikilli heimsókn að Gullfossi í Gilsfirði. Gullfoss rennur í botni Gilsfjarðar, rétt fyrir ofan nyrsta bæ Dalasýslu, sem er nú kominn í hálfgerða eyði en landeigendur nýta hann sem sumarhús í dag.

Fossinn er töluvert hár og kraftmikill og bauð upp á fjölda myndatækifæra úr allskyns sjónarhornum. Þó svo að það vanti jarðhita á svæðinu og hvergi sé að finna Strokk á nærliggjandi svæði, þá gefur Gullfoss í Gilsfirði frænda sínum fyrir sunnan ekkert eftir hvað varðar glæsileika.

Lesa áfram „Vorferð um Dali, Klofning og Skógarströnd“

Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni

Á þriðjudagskvöld 28.05.2024 héldum við í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í skemmtilegt ljósmyndarölt um Búrfellsgjá í Garðabæ. Þrátt fyrir rigningu og smá gjólu, létum við ekki veðrið á okkur fá og nutum þess að fanga einstaka fegurð náttúrunnar.

Lesa áfram „Kvöldrölt um Búrfellsgjá í rigningunni“

Sýning, fundir og kvöldrölt

Framundan er síðasta sýningarvika á „Einu sinni var“, samsýningu 39 Fókusfélaga í Borgarbókasafninu, Menningarhúsi í Spönginni. Laugardagurinn 23. mars er síðasti laugardagurinn sem sýningin er opin, en lokað verður í bókasöfnum í dag föstudag vegna starfsdags. Páskar eru svo framundan og því ekki margir dagar eftir, við hvetjum öll til að kíkja sem ekki hafa haft tækifæri til þess enn. Sýningin stendur til 2. apríl.

Lesa áfram „Sýning, fundir og kvöldrölt“

Einu sinni var

Verið velkomin á „Einu sinni var“, sýningu sem er hönnuð með það í huga að bjóða þér í ferðalag um slóðir þar sem mörkin á milli myndrænnar framsetningar og tímalausra minninga eru óljós. Myndirnar sem hér eru geyma fjölda sagna sem hver og ein kallar fram einstakt sjónarhorn á liðna tíð og sameiginlegan reynsluheim fólks.

Lesa áfram „Einu sinni var“