Í þessari viku voru haldnir tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar fyrir félaga í Fókus. Mánudagskvöldið 24. mars kom Morten Rygaard, heimsþekktur tónleika- og portrettljósmyndari til okkar og sagði okkur frá verkum sínum og vinnu. Þriðjudagskvöldið 25. mars kom síðan meistari Spessi og sagði okkur frá ferli sínum og nálgun í listrænni ljósmyndun.
Lesa áfram „Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika“„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda
Þriðjudagskvöldið 4. mars komu um 40 félagar saman og hlustuðu á magnaða frásögn Sigurðar Ólafs Sigurðssonar, ljósmyndara, af því hvernig hann hefur myndað þá sögulegu viðburði sem átt hafa sér stað á Reykjanesi undanfarin ár.
Lesa áfram „„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda“Samsýning Fókus 2025 opnuð
Það var hátíðlegt í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 20. febrúar þegar rétt um 100 manns mættu á opnun samsýningar Fókus, Andstæður. 38 félagar sýna þar fjölbreyttar myndir sem allar tengjast þemanu á einhvern hátt.
Lesa áfram „Samsýning Fókus 2025 opnuð“Sýning verður til
Í gærkvöldi mætti vaskur hópur félagsmanna í Gallerí Gróttu á 2. hæð á Eiðistorgi og setti upp samsýningu 38 félaga.
Lesa áfram „Sýning verður til“Samsýning Fókus „Andstæður“

Ljósmyndasýning Fókus í Gallerí Gróttu – Eiðistorgi 11, 2. hæð, Seltjarnarnesi.
Lesa áfram „Samsýning Fókus „Andstæður““„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.
Í kvöld, þriðjudaginn 11. febrúar, komu 45 Fókusfélagar saman og hlustu á mjög svo áhugaverða frásögn Halldórs Kr. Jónsonar af ferðalagi hans um nokkur ríki Bandaríkjanna þar sem viðfangsefnið voru stormar og óveður.
Lesa áfram „„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.“Svarthvítt myndvinnslukvöld
Fyrsti kvöldfundur ársins var haldinn þriðjudaginn 28. janúar. 31 félagi mætti til að fylgjast með og taka þátt í svarthvítri myndvinnslu.
Lesa áfram „Svarthvítt myndvinnslukvöld“Vordagskráin birt
Fókus vaknar á ný eftir jólafrí og glæsileg vordagskrá er óðum að taka á sig mynd. Að vanda verður boðið upp á fræðslu og fyrirlestra, langar og stuttar ferðir og kvöldrölt, ásamt sýningu og árbók.
Lesa áfram „Vordagskráin birt“Jólabingó og jólafrí
Þriðjudagskvöldið 10. desember hittust 45 Fókusfélagar í Vesturbænum á jólabingókvöldi, gæddu sér á jólalegum veitinum og spjölluðu um uppáhaldsáhugamál okkar allra – ljósmyndun.
Lesa áfram „Jólabingó og jólafrí“Innanhúss ljósmyndun og mótorsport
Þriðjudagskvöldið 12. nóvember mættu 35 Fókusfélagar á kvöldfund og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Fókusfélagarnir Gissur Orri Steinarsson og Einar Valur Einarsson sögðu frá mjög ólíkum viðfangsefnum. Annars vegar sagði Gissur frá innahússljósmyndun sinni með áherslu á fágun, fallega lýsingu og sérhæfða myndvinnslu. Hins vegar sagði Einar okkur frá mótorsport ljósmyndun með áherslu á að fanga hreyfingu, kraft og hið hráa umhverfi sem oft einkennir sportið.
Lesa áfram „Innanhúss ljósmyndun og mótorsport“