Vikuáskorunin þessa vikuna eru „þríhyrningar“. Þeir geta verið svo margslungnir og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða.
Öllum er velkomið að taka þátt í þessari áskorun. Tilgangur hennar er að gefa ykkur hugmyndir að myndefni, gera eitthvað nýtt og leika ykkur. Við hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkur!
Þessa vikuna hvetjum við Fókusfélaga til að beina athyglinni að smáatriðum í kringum sig þar sem viðfangsefni vikunnar er „Texture“ eða „áferð“. Að ná að festa áferð á mynd felur í sér sambland smáatriða, lita og mynsturs.
Í kvöld verður steymi á Facebook síðu félagsins með Bernhard Kristni atvinnuljósmyndara en hann ætlar að sýna okkur á bak við tjöldin frá auglýsingaverkefnum sem hann hefur verið að fást við. Ragnhildur Guðrún, stjórnarmeðlimur, mun sitja við hlið Bernhards og spyrja hann um allt milli himins og jarðar tengt því sem hann er að fást við.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á steyminu og þið megið endilega pósta inn spurningum/athugasemdum í kommentakerfið. Við munum gera okkar besta til að svara þeim.
Áskorun vikunnar er „negative space“ eða „neikvætt rými“.
Ljósmynd er hægt að skipta upp í „positive space“ eða jákvætt rými, sem er viðfangsefni myndarinnar, og „negative space“ eða neikvætt rými – sem er umgjörðin um viðfangsefnið eða bakgrunnurinn. Samspilið milli þessara þátta í myndbyggingunni er afgerandi fyrir jafnvægið í myndinni. Að gefa einföldum bakgrunni stórt rými í myndfleti getur haft jákvæð áhrif á myndbygginguna með því að hvíla augað og beina athyglinni að viðfangsefninu. Slík notkun á neikvæðu rými kemur best fram í stílbrigðum eins og naumhyggju eða minimalisma.
Vikuáskorun vikuna, 25. febrúar til 4. mars, er Sólarlag.
Öllum er velkomið að taka þátt í þessari áskorun. Tilgangur hennar er að gefa ykkur hugmyndir að myndefni, gera eitthvað nýtt og leika ykkur. Við hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkur!
Setjið ykkar myndir á spjallið okkar hér: Vikuáskorun vikuna, 25. febrúar til 4. mars, en þar má sjá gagnlegar stillingar fyrir myndavélina þegar teknar eru sólarlagsmyndir.
Konunglega ljósmyndafélagið (Royal Photographic Society) Í Bretlandi hefur sett öll tímarit sín á stafrænt form og gert þau aðgengileg almenningi án endurgjalds. Félagið var stofnað 1853 og fyrsta tímaritið kom út 3. mars það ár. Tímaritið, sem er sagt vera elsta ljósmyndatímarit í heimi, fjallar um svo gott sem allar hliðar ljósmyndunar hvort sem það er frá sjónarhóli listar, tækni eða vísinda. Það er fróðlegt að kíkja á þessi tímarit og sjá hvernig umfjöllun um ljósmyndum hefur þróast.
Fókus streymi á Teams fyrir meðlimi Fókus kl. 20 þann 9. febrúar 2021.
Allir meðlimir eru búnir að fá póst með hlekk inn á fundinn. Leitið í ruslsíum og öðru en inboxinu ykkar ef þið sjáið ekki póstinn eða hafið samband í fokusfelag@fokusfelag.is
Dagskrá fundar
Gunnar Freyr og Daðey fara aðeins yfir það ljósmyndanám sem þau hafa stundað í sitt hvorum skólanum. Farið verður yfir hvernig kennslunni er háttað, hvað er gott og hvað mætti vera betra, próf, verkefnaskil o.s.frv.
Gunnar Freyr fer lauslega yfir sitt vinnuflæði í Capture 1 Pro myndvinnsluforritinu og hraðvinnur eina mynd.
Mynd frá Simon Zhu á Unsplash
Tekið verður við spurningum eftir hvorn dagskrárlið fyrir sig en einnig eru fundargestir hvattir til að nota möguleikann í Teams og biðja um orðið á meðan á kynningu stendur og bera fram spurninguna þá.
Öllum er velkomið að taka þátt í þessari áskorun. Tilgangur hennar er að gefa ykkur hugmyndir að myndefni, gera eitthvað nýtt og leika ykkur. Við hlökkum til að sjá allar flottu myndirnar ykkur!