Þema vikuáskorunarinnar vikuna 18.-24. febrúar er svarthvítt.
Tilgangur með svona áskorun er að gefa ykkur hugmynd að myndefni og því er öllum frjálst að taka þátt.
Þema vikuáskorunarinnar vikuna 18.-24. febrúar er svarthvítt.
Tilgangur með svona áskorun er að gefa ykkur hugmynd að myndefni og því er öllum frjálst að taka þátt.
Konunglega ljósmyndafélagið (Royal Photographic Society) Í Bretlandi hefur sett öll tímarit sín á stafrænt form og gert þau aðgengileg almenningi án endurgjalds. Félagið var stofnað 1853 og fyrsta tímaritið kom út 3. mars það ár. Tímaritið, sem er sagt vera elsta ljósmyndatímarit í heimi, fjallar um svo gott sem allar hliðar ljósmyndunar hvort sem það er frá sjónarhóli listar, tækni eða vísinda. Það er fróðlegt að kíkja á þessi tímarit og sjá hvernig umfjöllun um ljósmyndum hefur þróast.