Að kaupa nýja myndavél er oftast stórt skref. Myndavélakaup eru oft töluverð frjárfesting sem getur að einhverju marki haft mótandi áhrif á ljósmyndarann næstu ár, sama hvort um er að ræða byrjanda eða lengra komna. Sumir falla í þá gryfju að telja að það nýjasta henti þeim best eða fylgja í blindni því sem aðrir segja að sé besti kosturinn.
Lesa áfram „Hvað þarf að íhuga áður en við kaupum myndavél?“Tag: ljósmyndun
Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur
Nokkur ráð fyrir byrjendur og lengra komna
Ég byrjaði að taka myndir á Canon-vél í apríl 2022. Í september sama ár hafði ég tekið yfir 10.000 myndir. Með þessum hraða, án reglulegrar grisjunar, fylli ég 2 TB disk á um fjórum árum, eða þrjá slíka ef ég er með tvöfalt afrit eins og margir mæla með.
Lesa áfram „Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur“Úti alla nóttina – næturferð um Suðurland og Reykjanesskaga
Þann 4. júlí 2025 fór 21 félagi í Fókus – félagi áhugaljósmyndara – í einstaklega skemmtilega, vel skipulagða og í alla staði vel heppnaða næturferð um Suðurland og Reykjanesskaga.
Fyrsta stopp var við Urriðafoss (kl. 21:10). Urriðafoss í Þjórsá er vatnsmesti foss landsins og annar í röðinni í Evrópu á eftir Reinfall. Meðalrennslið er um 360 rúmmetra á sekúndu sem dugar til að fylla Laugardalslaugina á um 5 sekúndum. Nú eða um 1,2 milljón kaffibolla á hverri sekúndu.
Lesa áfram „Úti alla nóttina – næturferð um Suðurland og Reykjanesskaga“Kvöldrölt um Grasagarðinn í Laugardal
Þriðjudagskvöldið 24. júní 2025 röltu nokkrir félagar í Fókus um Grasagarðinn í Laugardal. Rúmlega fimmtán félagsmenn komu saman þetta fallega kvöld til að taka myndir af blómum – og mynda hver annan við að mynda. Veðrið lék ekki aðeins við okkur heldur líka aðeins lausum hala, með léttum úða í upphafi og vaxandi rigningu þegar líða tók á kvöldið. Það kom þó ekki að sök – þrautþjálfaðir ljósmyndarar vita að undir trénu gerast ævintýr og áhugaverð birtan í bleytunni bætir skap og vinskap viðstaddra.
Lesa áfram „Kvöldrölt um Grasagarðinn í Laugardal“Vorferð í Skaftafellssýslur
Anna Soffía í ferðanefndinni sendi okkur eftirfarandi pistil um vorferð Fókus 2025:
Vorferð Fókus var að þessu sinni 4 daga ferð í Skaftafellssýslur. Áhugi á ferðinni reyndist mikið meiri en ferðanefnd hafði gert ráð fyrir og lentum því í vandræðum með gistingu, auk þess sem ljóst var að 16 manna bíll Einars Vals var of lítill til að rúma þá sem vildu fara. Því var pallbíl Önnu Soffíu bætt við ferðina, bæði til að tryggja að allur farangur kæmist með en færi samt vel um allar græjutöskur og ljósmyndaverkfæri og til að tryggja að allir kæmust með inn í Núpsstaðaskóg sem var aðal áfangastaður ferðarinnar.
Lesa áfram „Vorferð í Skaftafellssýslur“Aðalfundur 2025
Þriðjudaginn 29. apríl mættu 42 Fókusfélagar á aðalfund félagsins. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar, ársreikningar, kosið í stjórn og nefndir, eins og vera ber. Að fundi loknum var boðið upp á veitingar og spjall.
Lesa áfram „Aðalfundur 2025“Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika
Í þessari viku voru haldnir tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar fyrir félaga í Fókus. Mánudagskvöldið 24. mars kom Morten Rygaard, heimsþekktur tónleika- og portrettljósmyndari til okkar og sagði okkur frá verkum sínum og vinnu. Þriðjudagskvöldið 25. mars kom síðan meistari Spessi og sagði okkur frá ferli sínum og nálgun í listrænni ljósmyndun.
Lesa áfram „Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika“„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.
Í kvöld, þriðjudaginn 11. febrúar, komu 45 Fókusfélagar saman og hlustu á mjög svo áhugaverða frásögn Halldórs Kr. Jónsonar af ferðalagi hans um nokkur ríki Bandaríkjanna þar sem viðfangsefnið voru stormar og óveður.
Lesa áfram „„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.“Svarthvítt myndvinnslukvöld
Fyrsti kvöldfundur ársins var haldinn þriðjudaginn 28. janúar. 31 félagi mætti til að fylgjast með og taka þátt í svarthvítri myndvinnslu.
Lesa áfram „Svarthvítt myndvinnslukvöld“Vordagskráin birt
Fókus vaknar á ný eftir jólafrí og glæsileg vordagskrá er óðum að taka á sig mynd. Að vanda verður boðið upp á fræðslu og fyrirlestra, langar og stuttar ferðir og kvöldrölt, ásamt sýningu og árbók.
Lesa áfram „Vordagskráin birt“