Category: Umfjöllun
Ætlar þú að mynda gosið?
Sumir segja að það sé fátt sem toppi eldgos þegar kemur að landslagsljósmyndun. Ég er alveg í þeim hópi og þegar fregnir bárust af eldgosi í bakgarði höfuðborgarsvæðisins fór um mig fiðringur og á sunnudag gekk ég að gosstöðvunum og naut þar náttúrundurs sem ég mun seint gleyma.
Það eru eflaust margir Fókusfélagar sem hugsa sér gott til glóðarinnar (í orðsins fyllstu merkingu) og vilja gera sér ferð að gosstöðvunum eins og þúsundir Íslendinga hafa þegar gert.
Lesa áfram „Ætlar þú að mynda gosið?“Canon RF 600/11 og RF 800/11
Það er miðvikudagskvöldið 3. mars 2021 þegar þessi pistill er ritaður. Jörð hristist á suðvesturhorninu og fréttamenn bíða spenntir eftir að hoppa upp í þyrlur til þess að sjá fyrstu ummerki væntanlegs eldgos á Reykjanesi. Því er ekki seinna vænna en að klára þessa umfjöllun um tvær af nýjustu linsum Canon. Stórundarlegum og nýstárlegum linsum sem hafa aldrei sést áður frá neinum framleiðanda, en þær munu vera Canon RF 600mm f/11 IS STM og Canon RF 800mm f/11 IS STM. Ég nefni þær í samhengi við eldsumbrot því þetta eru óvenjulega langar linsur sem geta fangað landslag úr gríðarlegri fjarlægð, og það á verði sem flestir ættu að ráða við.
Lesa áfram „Canon RF 600/11 og RF 800/11“Notkun ljósmyndafiltera
Fókusfélagarnir Guðjón Ottó og Kiddi tóku sig til sumarið 2020 og hentu í eitt stykki myndband um notkun ljósmyndafiltera og áhrif þeirra á ljósmyndir. Guðjón Ottó er filtermeistarinn fyrir framan myndavélina og Kiddi fyrir aftan myndavélina.