Panorama, hvað er það?
- Panorama eru oftast margar myndir teknar í láréttri færslu og settar saman í eina breiða/langa mynd.
- Til dæmis notað til að fanga stærra svið en linsan ræður við eða fá minni bjögun.
- Myndavél snúið í láréttri færslu og látnar skarast a.m.k. 25% yfir hver aðra þegar tekið er.
- Líka hægt að raða saman lóðrétt með sama hætti og nota panorama í Lightroom til að setja saman.
Að taka Panorama
- Vandið uppstillingu vélar og notið þrífót.
- Takið fleiri myndir en færri, meiri skörun.
- Vanda lárétta færslu til að missa ekki of mikið af myndinni í leiðréttingu.
- Öruggara að not portrait stöðu á myndavél og taka jafnvel stærra svið fyrir ofan og neðan, þá er meira svigrúm til leiðréttinga í samsetningu.
- Stillum vélina á M (manual )og festum stillingar.
- Notum frekar þrengri linsur en víðar, við fáum víða mynd þegar við setjum saman.
- Minna ljósop og meiri fókusdýpt auðveldar samsetningu mynda.
- Finnið fókuspunkt og festið hann með því að stilla linsuna á MF (manual focus)
Vinnslan
- Þessi mynd er sett saman úr 5 myndum lárétt og þremur seríum á hæðina, eða 15 myndum.
- Hvítu svæðin eru vegna ónákvæmni í töku.
- Gerið linsuleiðréttingu á undan samsetningu
- Látið LR croppa til að fjarlægja hvítu svæðin.
- Látið LR leggja til frumvinnslu, ekki vinna myndir fyrir samsetningu, LR stillir bæði liti og ljós í samsettri mynd. Stillum vinnsluna af í restina.
- Myndin er sett saman í einni aðgerð í LR oftast nokkrar láréttar en stundum líka á hæðina.
- Veljið allar myndirnar í einu í LR, eins og 15 myndir fyrir myndina af brúnni 5 á lárétt og 3 hæðir.
- Valmynd: Photo > Photo Merge > Panorama
- Þegar Panorama er valið gerir LR tillögu að samsettri mynd þar sem valið er Merge.
- Þetta tekur smá tíma og gengur oftast vel. Í einstaka tilfellum kemur athugasemd um að samsetning gangi ekki en þá hefur eitthvað farið úrskeiðis í tökunni yfirleitt og LR nær ekki að vinna úr upplýsingum.
Að lokum
- Það er auðvitað hægt að stilla miklu meira en hér kemur fram en ég læt ykkur eftir að taka æfingu í því.
- Eins eru til hjálpartæki eins og sérstakir Pano hausar til að á þrífótinn og millistykki til að auðvelda lárétta stillingu en það er engin nauðsyn.
- Nú er bara að fara út og æfa sig. Reyndar hægt að gera einfalda prufu heima í stofu.
Arngrímur Blöndahl