Vetrarstarfið í Fókus er komið á fullt. Rétt um 50 manns mættu á kynningarfund í síðustu viku og í gærkvöldi mættu 29 manns á fræðslu um tæknileg undirstöðuatriði ljósmyndunar.
Lesa áfram „Vetrarstarfið komið í gang“Category: Fókusfundir
Kynningarfundur 16. september kl. 20.00
Þriðjudagskvöldið 16. september kl. 20.00 verður starfsemi Fókus í vetur kynnt. Fundurinn fer fram í húsi Bandalags íslenskra skáta, Hraunbæ 123, og er opinn öllum.
Ef þú hefur áhuga á ljósmyndun og langar að komast í gefandi og skemmtilegan félagsskap er þetta sannarlega eitthvað fyrir þig!
Sjáumst!
Síðustu viðburðir starfsársins
Mánudagskvöldið 19. maí fór síðasti kvöldfundur starfsársins fram. Þar voru sýndar myndir nokkurra félaga frá vorferðinni og farið yfir þá viðburði sem fram undan eru.
Líkt og hefð er fyrir verða kvöldrölt flest þriðjudagskvöld í júní. Reyndar lendir 17. júní á þriðjudegi þannig að það verður ekki kvöldrölt þá, en í staðinn er stefnt að Jónsmessunæturferð í kringum 20. júní. Að auki er stefnt á dagsferð 24. eða 25. maí, allt eftir veðri.
Nánari upplýsingar um þessar ferðir berast félögum í tölvupósti á allra næstu dögum.
Stjórn Fókus þakkar fyrir sérlega skemmtilegt starfsár og hlakkar til þess næsta!
Aðalfundur 2025
Þriðjudaginn 29. apríl mættu 42 Fókusfélagar á aðalfund félagsins. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar, ársreikningar, kosið í stjórn og nefndir, eins og vera ber. Að fundi loknum var boðið upp á veitingar og spjall.
Lesa áfram „Aðalfundur 2025“Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika
Í þessari viku voru haldnir tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar fyrir félaga í Fókus. Mánudagskvöldið 24. mars kom Morten Rygaard, heimsþekktur tónleika- og portrettljósmyndari til okkar og sagði okkur frá verkum sínum og vinnu. Þriðjudagskvöldið 25. mars kom síðan meistari Spessi og sagði okkur frá ferli sínum og nálgun í listrænni ljósmyndun.
Lesa áfram „Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika“„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda
Þriðjudagskvöldið 4. mars komu um 40 félagar saman og hlustuðu á magnaða frásögn Sigurðar Ólafs Sigurðssonar, ljósmyndara, af því hvernig hann hefur myndað þá sögulegu viðburði sem átt hafa sér stað á Reykjanesi undanfarin ár.
Lesa áfram „„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda“„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.
Í kvöld, þriðjudaginn 11. febrúar, komu 45 Fókusfélagar saman og hlustu á mjög svo áhugaverða frásögn Halldórs Kr. Jónsonar af ferðalagi hans um nokkur ríki Bandaríkjanna þar sem viðfangsefnið voru stormar og óveður.
Lesa áfram „„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.“Svarthvítt myndvinnslukvöld
Fyrsti kvöldfundur ársins var haldinn þriðjudaginn 28. janúar. 31 félagi mætti til að fylgjast með og taka þátt í svarthvítri myndvinnslu.
Lesa áfram „Svarthvítt myndvinnslukvöld“Jólabingó og jólafrí
Þriðjudagskvöldið 10. desember hittust 45 Fókusfélagar í Vesturbænum á jólabingókvöldi, gæddu sér á jólalegum veitinum og spjölluðu um uppáhaldsáhugamál okkar allra – ljósmyndun.
Lesa áfram „Jólabingó og jólafrí“Innanhúss ljósmyndun og mótorsport
Þriðjudagskvöldið 12. nóvember mættu 35 Fókusfélagar á kvöldfund og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Fókusfélagarnir Gissur Orri Steinarsson og Einar Valur Einarsson sögðu frá mjög ólíkum viðfangsefnum. Annars vegar sagði Gissur frá innahússljósmyndun sinni með áherslu á fágun, fallega lýsingu og sérhæfða myndvinnslu. Hins vegar sagði Einar okkur frá mótorsport ljósmyndun með áherslu á að fanga hreyfingu, kraft og hið hráa umhverfi sem oft einkennir sportið.
Lesa áfram „Innanhúss ljósmyndun og mótorsport“