Þriðjudagskvöldið 12. nóvember mættu 35 Fókusfélagar á kvöldfund og hlýddu á mjög áhugaverð erindi. Fókusfélagarnir Gissur Orri Steinarsson og Einar Valur Einarsson sögðu frá mjög ólíkum viðfangsefnum. Annars vegar sagði Gissur frá innahússljósmyndun sinni með áherslu á fágun, fallega lýsingu og sérhæfða myndvinnslu. Hins vegar sagði Einar okkur frá mótorsport ljósmyndun með áherslu á að fanga hreyfingu, kraft og hið hráa umhverfi sem oft einkennir sportið.
Lesa áfram „Innanhúss ljósmyndun og mótorsport“