Fyrirhuguðum jólafundi Fókus þann 10. des hefur verið frestað til þriðjudagsins 17. desember kl 20.00 vegna óvenju slæmrar veðurspár.
Jólarölt Fókusfélagsins 2019
13 góðir Fókusfélagar hittust á hinu árlega jólakvöldrölti Fókusfélagsins. Það skiptir engu máli hversu margir hittast í ljósmyndaferð, myndirnar eru alltaf jafn ólíkar eins og augun eru mörg. Kvöldið endaði á þægilegu kaffihúsaspjalli. Myndir frá kvöldinu má sjá inni á svæði Fókusfélaga á spjallinu okkar.
Ljósmynd: Þorkell Sigvaldason
Ný vefsíða lítur dagsins ljós
Í dag er 30. nóvember 2019 og ný vefsíða Fókusfélagsins laumar sér inn á veraldarvefinn. Hún er tæknilega komin í loftið en þó ekki formlega – enn á eftir að yfirfara hana hressilega og gæta þess að allt sé eins og það eigi að vera, en fljótlega verður vefurinn kynntur fyrir félagsmönnum á kvöldfundi og farið yfir ýmis atriði.
Tilgangur vefsíðunnar verður fyrst og fremst til þess að upplýsa fólk um tilgang félagsins, starfsemi þess og gefa fólki kleift að gerast meðlimir í félaginu.
Í öðru lagi verður starfrækt á vefnum öflugt spjallborð þar sem allir geta tekið þátt í líflegum umræðum tengdum ljósmyndum og birt myndir sínar.