Þriðjudaginn 3. mars mun Páll Guðjónsson heimsækja okkur með fyrirlestur sem hann kallar „ÚR VÉL Á VEGG“. Þar vísar Páll til þess ferðalags sem ljósmynd fer í frá því að hún er fönguð með myndavélinni, unnin til útprentunar, og allt þar til hún verður að listaverki upp á vegg.
Fundurinn er eingöngu ætlaður félagsmönnum og munu Fókusfélagar fá tölvupóst með stað og stund.
Ljósmynd í titli var tekin í ferð Fókusfélaga til Vestmannaeyja á síðasta ári. Höfundur Arngrímur Blöndahl.