Það er allt að gerast í Fókus! Innsendingar í aprílkeppnina eru nú komnar upp á borð svo hægt sé að kjósa um þær, sjá á spjallinu okkar hér. Verðlaunin eru fjölmörg sem raðast á efstu þrjú sætin. Keppnin er í boði Fotoval. Úrslit birtast á spjallinu föstudaginn 15. maí kl 18.00.
Maíkeppnin hefur þemað HREYFING, sem getur þýtt ansi margt – svo lengi sem það sýnir hreyfingu á einhvern hátt. Þemað var lagt til af styrktaraðila maíkeppninnar Origo Ísland / Canon á Íslandi sem ætla að gefa sigurvegara keppninnar Canon PIXMA TS6350 fjölnotaprentara. Skilafrestur til 31. maí.
Þriðjudaginn 12. maí kl 20.00 á Facebook grúbbunni okkar verður þriðja streymið okkar, en streymið mun byrja á nokkrum orðum frá formanninum okkar Arngrími Blöndahl og í kjölfarið munu Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir og atvinnuljósmyndarinn Bernhard Kristinn rýna í innsendingar frá Fókusfélögum. Þemað er PORTRAIT og mættu myndir frá ykkur berast á myndir@fokusfelag.is tímanlega eða fyrir miðnætti á morgun mánudag. Vonandi fáum við sem flestar innsendingar frá ykkur!