Við óskum Stefáni Bjarnasyni innilega til hamingju með sigur aprílkeppninnar sem hafði þemað „Vor“. Það var augljóst að fuglarnir slógu í gegn því annað sætið hneppti Þórir Þórisson fyrir sína fuglamynd og báru þessar tvær afgerandi sigur úr bítum úr kosningunni. Að lokum óskum við Sverri Pál sömuleiðis innilega til hamingju með 3. sætið. Vinningarnir eru fjölmargir, nánast of margir til að telja, í boði Fotoval. Hægt er að sjá hinar innsendingarnar hér. Keppnirnar halda áfram og næsta þema er „Hreyfing“ og vonumst við til að sjá sem flesta taka þátt.
1. sæti: Vorleikur eftir Stefán Bjarnason | |
2. sæti: Lóan er löngu komin eftir Þóri Þórisson | |
3. sæti: Rauður eftir Sverrir Pál Snorrason |