Viðburðum aflýst

Kæru félagar í Fókus.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú glímir þjóðin við sameiginlegt viðfangsefni sem kallað er Kórónaveiran. Með hliðsjón af ráðum okkar frábæra forsvarsfólks í landinu þá liggur í augum uppi að þetta mun hafa tímabundin áhrif á okkar starf í Fókus. Það er fyrst að nefna að fundurinn okkar á þriðjudaginn 17. mars fellur niður auk þess sem það lítur ekki út fyrir að við förum á sameiginlegt rölt á næstu vikum. Við í stjórninni munum fylgjast náið með stöðunni og að sjálfsögðu koma starfinu í eðlilegt horf við fyrsta tækifæri. Höldum samt áfram að vera skapandi í þessu sameiginlega áhugamáli okkar og búum til viðfangsefni út frá stöðunni og höfum áfram gaman í ljósmyndun, og í því samhengi má nefna að ljósmyndakeppnirnar halda áfram og fyrir næstu keppni mun Beco veita tvenn verðlaun, sjá nánar hér: https://www.fokusfelag.is/spjall/viewtopic.php?f=22&t=187

Kær kveðja,
Stjórnin