Pop-up ljósmyndasýning með Guðmundi Ingólfssyni

Rúmlega 30 félagar mættu á stórskemmtilegan og líflegan kvöldfund þann 18. nóvember þar sem Guðmundur Ingólfsson, ljósmyndari, sýndi fjöldann allan af útprentuðum myndum, sagði sögur af myndefnum, myndavélum og hverju því sem honum datt í hug.

Til að byrja með sýndi Guðmundur myndir af balli á Hvolsvelli. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Guðmundur er einn af okkar reyndustu ljósmyndurum og spannar ferillinn rúmlega 50 ár. Viðfangsefni ljósmynda hans komu úr ýmsum áttum og á bak við hverja mynd var skemmtileg saga.

Sögur Guðmundar gæddu myndirnar lífi. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Þetta er skemmtilegt form á kynningu þar sem fundargestir dreifðust um allan sal, skoðuðu myndir, ræddu það sem Guðmundur hafði sagt frá og ýmislegt sem viðkemur ljósmyndun. Það hefur sjaldan verið jafn mikið spjallað á kvöldfundi í Fókus og ljóst að ástríðan fyrir ljósmyndun er mikil í félaginu.

Skoðað og spjallað. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fókusfélagar hlusta af athygli á sögur Guðmundar. Mynd: Tryggvi Már

Þetta var virkilega skemmtilegt og gefandi kvöld og virkilega gaman að sjá hversu margir Fókusfélagar tóku þátt í umræðunum.

Fókus þakkar Guðmundi kærlega fyrir komuna!

Viðburðinum verður sennilega best lýst sem lifandi „pop-up“ ljósmyndasýningu. Mynd: Tryggvi Már

Viltu vera með?

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegum viðburðum eins og þessum hvetjum við þig til þess að skrá þig í félagið.

Í félaginu er fólk á öllum aldri með mismunandi áherslur, stíl og smekk. Nú er rétti tíminn til þess að hitta annað áhugafólk og læra meira um ljósmyndun.

Skoðað og skeggrætt. Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson