Jólabingó og jólafrí

Þriðjudagskvöldið 10. desember hittust 45 Fókusfélagar í Vesturbænum á jólabingókvöldi, gæddu sér á jólalegum veitinum og spjölluðu um uppáhaldsáhugamál okkar allra – ljósmyndun.

Styttist í bingó? Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Heildarverðmæti vinninga var vel yfir 400.000 krónur og kenndi þar ýmissa grasa; þrífótur, myndavélaólar, ljósmyndavettlingar og ljósakubbar svo lítið eitt sé nefnt. Vinningarnir komu flestir frá Reykjavík Foto sem styrkti bingóið rausnarlega. Meðal annarra vinninga má nefna gjafabréf í prentun frá Ljósmyndaprentun. Við þökkum báðum þessum fyritækjum kærlega fyrir veittan stuðning.

Það voru því margir glaðir félagar sem fóru inn í aðventuna með góða vinninga, en öll fórum við glöð og kát eftir skemmtilega samveru, eins og Fókusfundir eru alltaf.

Góð mæting og góð stemming. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Fókus fer nú í jólafrí en starfið hefst aftur í janúar. Félagar munu fá sendar upplýsingar um fyrstu viðburði fljótlega.

Ferðanefndin sagði líka frá því félagar eru hvattir til þess að vinna með þemað „hiti“ í janúar og á fyrsta opna húsi í febrúar munum við skoða afrakstur þeirrar vinnu.

Viltu vera með?

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í skemmtilegum viðburðum eins og þessum hvetjum við þig til þess að skrá þig í félagið.

Í félaginu er fólk á öllum aldri með mismunandi áherslur, stíl og smekk. Nú er rétti tíminn til þess að hitta annað áhugafólk og læra meira um ljósmyndun.