Ástríða í Fókus

Nafnið Fókus, félag áhugaljósmyndara er orðið mörgum kunnugt. Það er einfalt og skýrt: hér hittast þeir sem hafa brennandi áhuga á ljósmyndun, hvort sem þeir vinna við ljósmyndun eða ekki. En þegar nafnið er þýtt á ensku má draga fram áhugaverðan orðaleik sem sýnir hve tungumálið getur verið máttugt.

Ef við kynnum félagið á ensku liggur nær beinast við að segja Focus – Association of Amateur Photographers enda er enska orðið amateur í þessu samhengi þýtt sem áhugamanneskja. Þess ber þó að geta að samþykktir eða lög félagsins tilgreina ekki enskt heiti þess.

Lesa áfram „Ástríða í Fókus“

Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur

Nokkur ráð fyrir byrjendur og lengra komna

Ég byrjaði að taka myndir á Canon-vél í apríl 2022. Í september sama ár hafði ég tekið yfir 10.000 myndir.  Með þessum hraða, án reglulegrar grisjunar, fylli ég 2 TB disk á um fjórum árum, eða þrjá slíka ef ég er með tvöfalt afrit eins og margir mæla með.

Lesa áfram „Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur“

„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda

Þriðjudagskvöldið 4. mars komu um 40 félagar saman og hlustuðu á magnaða frásögn Sigurðar Ólafs Sigurðssonar, ljósmyndara, af því hvernig hann hefur myndað þá sögulegu viðburði sem átt hafa sér stað á Reykjanesi undanfarin ár.

Lesa áfram „„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda“

Félagsstarfið rúllar af stað

Þriðjudagskvöldið 10. september mættu 45 Fókusfélagar á kynningarfund þar sem stjórn kynnti dagskrá komandi vetrar. Í vetur er meiningin að nýta krafta félagsmanna í meira mæli, efna meðal annars til jafningjafræðslukvölda þar sem ýmsir angar ljósmyndunar verða skoðaðir, rýna saman í myndir félaga og læra hvert af öðru.

Lesa áfram „Félagsstarfið rúllar af stað“