Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika

Í þessari viku voru haldnir tveir mjög áhugaverðir fyrirlestrar fyrir félaga í Fókus. Mánudagskvöldið 24. mars kom Morten Rygaard, heimsþekktur tónleika- og portrettljósmyndari til okkar og sagði okkur frá verkum sínum og vinnu. Þriðjudagskvöldið 25. mars kom síðan meistari Spessi og sagði okkur frá ferli sínum og nálgun í listrænni ljósmyndun.

Lesa áfram „Tveggja turna tal – frábær fyrirlestravika“

„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda

Þriðjudagskvöldið 4. mars komu um 40 félagar saman og hlustuðu á magnaða frásögn Sigurðar Ólafs Sigurðssonar, ljósmyndara, af því hvernig hann hefur myndað þá sögulegu viðburði sem átt hafa sér stað á Reykjanesi undanfarin ár.

Lesa áfram „„Þá breyttist allt“ – sögustund um Reykjaneselda“

„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.

Í kvöld, þriðjudaginn 11. febrúar, komu 45 Fókusfélagar saman og hlustu á mjög svo áhugaverða frásögn Halldórs Kr. Jónsonar af ferðalagi hans um nokkur ríki Bandaríkjanna þar sem viðfangsefnið voru stormar og óveður.

Lesa áfram „„Ef þú ert með vindinn í bakið ertu ekki í hættu“ – æsandi eltingaleikur við óveður í Ameríku.“