Fókus – félagi áhugaljósmyndara hefur verið boðið til samstarfs við Ljósmyndasafn Reykjavíkur með sýningar í SKOTINU allt árið 2026.
Alls verða þetta sjö sýningar með mismunandi þemu. Sýnendur verða fjörutíu og sex og hver sýning stendur í sex vikur.
Þemu sýninganna eru:
● Hreyfing
● Landslag
● Vetrarmyndir
● Abstrakt
● Götumyndir
● Svart-hvítt
● Vatn
Félagið er afar stolt af að hafa fengið þetta boð og hlakkar mjög til samstarfsins.
Undirbúningsvinna fyrir fyrstu sýninguna, prentun mynda, gerð kynningarefnis o.fl., er nú á lokametrunum.
Opnun fyrstu sýningar er föstudaginn 9. janúar kl. 16.00-18.00
Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá og fagna með okkur.
Sýningarnefnd Fókus 2026
