Það var góð stemming í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 9. janúar þegar um 60 manns fögnuðu opnun sýningarinnar Skotið í Fókus.

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtímaljósmyndunar og það er mikill heiður fyrir Fókus að fá þetta frábæra tækifæri til þess að sýna í Skotinu.
Það eru um 15.000 manns sem heimsækja safnið árlega og þar eru ávallt áhugaverðar ljósmyndasýningar í gangi og hægt að kynna sér dagskrá safnsins hér: https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn

Sýningin Skotið í Fókus stendur allt þetta ár og munu félagar skiptast á að sýna myndir út frá eftirfarandi þemum:
Hreyfing, sýningartími 9. jan. –22. febr.
Landslag, sýningartími 27. febr. –12. apríl
Vetrarmyndir, sýningartími 17. apríl –31. maí
Abstrakt, sýningartími 5. júní –19. júlí
Götumyndir, sýningartími 24. júlí –13. sept.
Svart-hvítt, sýningartími 18. sept. –1. nóv.
Vatn, sýningartími 6. nóv. –31. des.


Sýninganefnd Fókus hefur haft veg og vanda að þessu metnaðarfulla verkefni og kunnum við öll í Fókus þeim bestu þakkir fyrir að láta þessa sýningu verða að veruleika.
Takk sýningarnefnd!

Hér eru að lokum nokkrar myndir frá opnuninni.






