Sýning verður til

Það var vaskur hópur Fókusfélaga sem mætti í Skotið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á miðvikudaginn og setti upp fyrsta hluta sýningarinnar Skotið í Fókus. Bára Snæfeld Jóhannsdóttir tók nokkrar myndir af uppsetningunni sem gekk í alla staði vel.

Uppsetning mynda er vandaverk og hér var sko ekki töluð vitleysan! Mynd: Bára Snæfeld Jóhannsdóttir
Hluti hópsins sem setti upp sýninguna. Mynd: Bára Snæfeld Jóhannsdóttir

Uppsetningin gekk glimrandi vel og það er mikil tilhlökkun í Fókusfélögum að opna sýninguna í dag, föstudaginn 9. janúar kl. 16.00. Viðburðurinn er öllum opinn.

Það kennir margra skemmtilegra grasa á þessari sýningu. Mynd: Bára Snæfeld Jóhannsdóttir

Sýninganefnd félagsins á mikinn heiður skilinn fyrir vandaða undirbúningsvinnu og starfsfólk Ljósmyndasafns Reykjavíkur fyrir góðan stuðning við verkefnið.