Vordagskrá Fókus 2022 er komin upp og er aðgengileg á heimasíðunni okkar. Framundan glæsilegt tímabil hjá Fókus í kjölfar lítillar starfsemi undanfarin tvö ár vegna faraldursins sem loksins virðist vera að ljúka, 7-9-13.
Sömuleiðis eru komnar ítarlegri upplýsingar varðandi ljósmyndasýninguna okkar fyrir þá sem vilja nýta sér ICC litaprófíl frá Ljósmyndaprentun.is sem sér um prentun myndanna okkar. Ef þig langar að sjá mynd frá þér á sýningunni sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor er ekkert annað í stöðunni en að einfaldlega skrá sig í félagið og taka þátt. Við mælum með að áhugasamir kíki á Samnorræna ljósmyndasýningu í Hörpunni sem opnar föstudaginn 18. febrúar, en myndirnar þar eru prentaðar af sama aðila og mun prenta okkar sýningu.
Einnig er komið upp stafrænt afrit af Árbók Fókus 2021.
Hlökkum til að sjá ykkur í starfinu á komandi starfstímabili.