Einhvern veginn verður ekki hjá því komist að jólin taka mikinn hluta af athygli fólks þessa dagana. Það sama á við um það sem flestir tengja við jólin, nefnilega matinn.
Áskorun vikunar er að taka/birta svart hvítar myndir af jólamat í víðum skilningi þe matnum sjálfum og öllu sem honum tengist.
Myndin hér að neðan er macro af portobellosveppi. Portobellosveppir eru uppistaðan í jólasósunni á mínu heimili, án þeirra engin jól.
Með ósk um gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.