Það var glaðbeittur hópur 18. ljósmyndara sem lagði af stað í óvenjulega ljósmyndaferð seinnpart dags, föstudaginn 9. júní. Leiðin lá út á Snæfellsnes, þar sem planið var að mynda stórkostlegt landslagið þar við sólsetur og sólarupprás í einni og sömu ferðinni.
Lesa áfram „Næturferð Fókus 9. júní“Kvöldrölt í júní
Síðasti hluti á starfsári félagsins eru kvöldrölt alla þriðjudaga í júní. Það fyrsta fór fram 6. júní og mættu um 15 félagar í Hólavallakirkjugarð, röltu þar um og mynduðu og enduðu svo kvöldið á kaffihúsi í léttu spjalli.
Lesa áfram „Kvöldrölt í júní“Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp
Nú þegar styttist í lok starfsársins hjá okkur er kannski snjallt að benda fólki á hlaðvörp sem hægt er að hlusta á í útilegum og á ferðlögum, sjónvarpsþætti og annað sem getur stytt okkur stundirnar á milli þess sem við förum út að mynda í sumar.
Við minnum þó á opið hús 16. maí og kvöldrölt sem verða öll þriðjudagskvöld í júní og félagar munu fá nánari upplýsingar um í tölvupósti.
Lesa áfram „Áhugaverðar sýningar og hlaðvörp“Aðalfundur 2023
Aðalfundur Fókus fór fram þriðjudaginn 2. maí. Mæting var góð, tæplega 30 félagar mættu.
Lesa áfram „Aðalfundur 2023“Kvöldfundur með Atla Þór
Í síðustu viku heimsótti Atli Þór Alfreðsson, auglýsingaljósmyndari, okkur og sagði okkur frá fjölda verkefna sem hann hefur unnið á farsælum ferli, bæði hér á Íslandi og víðar.
Lesa áfram „Kvöldfundur með Atla Þór“Glæsileg ljósmyndasýning opnuð
Laugardaginn 4. mars opnaði í Borgarbókasafninu í Spönginni ein stærsta ljósmyndasýning í sögu Fókus. 46 ljósmyndarar eiga þar ljósmyndir þar sem þemað er Mynstur náttúrunnar.
Lesa áfram „Glæsileg ljósmyndasýning opnuð“Árleg samsýning hefst 4. mars
Samsýning Fókus verður haldin í Borgarbókasafninu í Spönginni og stendur frá 4. mars til 14. apríl 2023.
Þema sýningarinnar er „Mynstur náttúrunnar“ og hefur mikill metnaður verið lagður í að tryggja gæði sýningarinnar, meðal annars með því að fá faglærðan sýningarstjóra, Díönu Júlíusdóttur.
Henni innan handar er finnski ljósmyndarinn Kasper Dalkarl, en bæði hafa þau útskrifast með meistarapróf í listum og menningu með áherslu á ljósmyndun frá Novia háskólanum í Finnlandi.
Nú í ár taka 46 áhugaljósmyndarar þátt í sýningunni og eru mörg þeirra að sýna verk á sýningu í fyrsta sinn.
Formleg opnun sýningarinnar er kl 14.00, laugardaginn 4. mars. Léttar veitingar verða í boði, vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Fókus – félag áhugaljósmyndara býður ykkur velkomin á sýninguna „Mynstur náttúrunnar“.
Hreyfing með tilgangi
Þriðjudagskvöldið 21. febrúar 2023 hélt Rannveig Björk Gylfadóttir erindi um ICM tækni (Intentional Camera Movement). Hún rakti sögu sína sem áhugaljósmyndari og hvernig þetta tiltölulega óþekkta form ljósmyndunar náði að heilla hana. Hún starfar sem hjúkrunarfræðingur og núvitundarkennari. Gaman að segja frá því að hún skráði sig í Fókus s.l. haust eftir að hafa heyrt af félaginu frá vinkonu í Fókus.
Lesa áfram „Hreyfing með tilgangi“„Þetta var skárst – eitt og annað gamalt og nýtt“ með Þorkeli Þorkelssyni
Þriðjudagskvöldið 25. janúar kom Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Landspítalans á fund og sagði okkur magnaðar sögur og ævintýri af löngum ljósmyndaferli.
Lesa áfram „„Þetta var skárst – eitt og annað gamalt og nýtt“ með Þorkeli Þorkelssyni“Hver má nota myndina mína?
Þriðjudagskvöldið 10. janúar fengu Fókusfélagar kynningu á helstu atriðum sem varða höfundarétt á ljósmyndum. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir lögfræðingur Myndstefs kynnti fyrir okkur nokkur grundvallaratriði höfundarréttarlaga.
Lesa áfram „Hver má nota myndina mína?“