Myndvinnslukvöld

Þriðjudagskvöldið 30. janúar komu 41 félagar saman og kynntust því hvernig Finnur P. Fróðason, Fókusfélagi, vinnur myndir.

Finnur fór í gegnum það hvernig hann tekur myndir inn í Adobe Camera Raw og stillir þar lýsingu og liti, færir svo myndirnar yfir Photoshop og gerir þar staðbundnar breytingar sem miða að því að gefa myndinni heildarbrag sem einkennist af jafnvægi, bæði í birtustigi og litum.

Þetta var áhugverð leið sem Finnur sýndi okkur og býsna ólík því sem flest okkar gera í Lightroom. Það var líka gaman að heyra hvernig Finnur er með ákveðna sýn á myndina áður en hann byrjar að vinna hana og notar síðan viðbætur í Photoshop til þess að ná framkalla þá sýn.

Við þökkum Finni kærlega fyrir þetta innlegg og áhugaverða kynningu.

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.