Þriðjudagskvöldið 15. nóvember var haldinn félagsfundur í Fókus. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Háskóla Íslands, hélt erindi og sýndi fjölda mynda frá löngum ferli sem portrett- og fréttaljósmyndari.
Út frá því spunnust skemmtilegar umræður um ólíkt format, muninn á filmu og stafrænu og ekki síst um myndbyggingu. Eins og Kristinn orðaði það með svo einföldum hætti: „Ramminn þarf bara að ganga upp!“
Erindi Kristins var mjög áhugavert og þakkar Fókus honum kærlega fyrir komuna.
Sýning félagsmanna
Síðan tók Díana Júlíusdóttir, ljósmyndari, við og ræddi sýningu félagsmanna sem haldin verður á næsta ári ásamt félögum úr sýninganefnd.
Díana er sýningarstjóri og fór yfir það hvernig myndir verða valdar, ásamt því að kynna Kasper Dalkarl sem velur myndir inn á sýninguna með Díönu.
Félagar í Fókus hafa þegar fengið ítarlegar upplýsingar um sýninguna í tölvupósti; hvernig innsending á að vera, hvernig myndir verða valdar, prentun og þema. Díana hvatti félagsmenn til dáða og það verður spennandi að sjá þessa metnaðarfullu sýningu verða að veruleika.
Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.
Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.