Í dag, 20. nóvember, fór hópur félaga í Borgarfjörð í ljósmyndaferð sem ferðanefndin skipulagði. Eins og svo oft í svona ferðum hittust félagar fyrst og skiptu sér í bíla og svo var haldið af stað.
Veðrið var fjölbreytt og birtan með dramatískasta móti á köflum sem getur oft verið mjög skemmtilegt „viðureignar“ fyrir ljósmyndara.
Ferðir af þessu tagi eru ríkur þáttur í starfsemi félagsins og eru skemmtileg leið til að kynnast öðrum, kynnast nýjum stöðum, fá góð ráð og æfa sig.
Fleiri myndir úr ferðinni má finna á vefspjalli félagsins og á Facebooksíðu félagsins.
Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.
Á spjallinu okkar geturðu svo meðal annars fylgst með umræðum og séð myndir úr ferðum félagsins.