Rúmlega 30 félagar mættu á stórskemmtilegan og líflegan kvöldfund þann 18. nóvember þar sem Guðmundur Ingólfsson, ljósmyndari, sýndi fjöldann allan af útprentuðum myndum, sagði sögur af myndefnum, myndavélum og hverju því sem honum datt í hug.
Lesa áfram „Pop-up ljósmyndasýning með Guðmundi Ingólfssyni“Kvöldrölt, jafningjafræðsla og dagsferð
Það hefur verið mikið líf í starfsemi Fókus undanfarnar vikur þótt ekki hafi það allt ratað á vefinn.
Lesa áfram „Kvöldrölt, jafningjafræðsla og dagsferð“Haustferð 2025
Að þessu sinni var haustferð félagsins farin á Snæfellsnes. Félagar í ferðinni voru 26 og er þetta mögulega fjölmennasta ferð félagsins. Það ber vitni um uppgang félagsins með líklega mesta fjölda virkra félaga og var hópurinn skemmtileg blanda fólks með ólíkan félagsaldur.
Lesa áfram „Haustferð 2025“Vetrarstarfið komið í gang
Vetrarstarfið í Fókus er komið á fullt. Rétt um 50 manns mættu á kynningarfund í síðustu viku og í gærkvöldi mættu 29 manns á fræðslu um tæknileg undirstöðuatriði ljósmyndunar.
Lesa áfram „Vetrarstarfið komið í gang“Kynningarfundur 16. september kl. 20.00
Þriðjudagskvöldið 16. september kl. 20.00 verður starfsemi Fókus í vetur kynnt. Fundurinn fer fram í húsi Bandalags íslenskra skáta, Hraunbæ 123, og er opinn öllum.
Ef þú hefur áhuga á ljósmyndun og langar að komast í gefandi og skemmtilegan félagsskap er þetta sannarlega eitthvað fyrir þig!
Sjáumst!
Hvað þarf að íhuga áður en við kaupum myndavél?
Að kaupa nýja myndavél er oftast stórt skref. Myndavélakaup eru oft töluverð frjárfesting sem getur að einhverju marki haft mótandi áhrif á ljósmyndarann næstu ár, sama hvort um er að ræða byrjanda eða lengra komna. Sumir falla í þá gryfju að telja að það nýjasta henti þeim best eða fylgja í blindni því sem aðrir segja að sé besti kosturinn.
Lesa áfram „Hvað þarf að íhuga áður en við kaupum myndavél?“Ástríða í Fókus
Nafnið Fókus, félag áhugaljósmyndara er orðið mörgum kunnugt. Það er einfalt og skýrt: hér hittast þeir sem hafa brennandi áhuga á ljósmyndun, hvort sem þeir vinna við ljósmyndun eða ekki. En þegar nafnið er þýtt á ensku má draga fram áhugaverðan orðaleik sem sýnir hve tungumálið getur verið máttugt.
Ef við kynnum félagið á ensku liggur nær beinast við að segja Focus – Association of Amateur Photographers enda er enska orðið amateur í þessu samhengi þýtt sem áhugamanneskja. Þess ber þó að geta að samþykktir eða lög félagsins tilgreina ekki enskt heiti þess.
Lesa áfram „Ástríða í Fókus“Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur
Nokkur ráð fyrir byrjendur og lengra komna
Ég byrjaði að taka myndir á Canon-vél í apríl 2022. Í september sama ár hafði ég tekið yfir 10.000 myndir. Með þessum hraða, án reglulegrar grisjunar, fylli ég 2 TB disk á um fjórum árum, eða þrjá slíka ef ég er með tvöfalt afrit eins og margir mæla með.
Lesa áfram „Þegar myndasafnið er of stórt og vefst fyrir okkur“Úti alla nóttina – næturferð um Suðurland og Reykjanesskaga
Þann 4. júlí 2025 fór 21 félagi í Fókus – félagi áhugaljósmyndara – í einstaklega skemmtilega, vel skipulagða og í alla staði vel heppnaða næturferð um Suðurland og Reykjanesskaga.
Fyrsta stopp var við Urriðafoss (kl. 21:10). Urriðafoss í Þjórsá er vatnsmesti foss landsins og annar í röðinni í Evrópu á eftir Reinfall. Meðalrennslið er um 360 rúmmetra á sekúndu sem dugar til að fylla Laugardalslaugina á um 5 sekúndum. Nú eða um 1,2 milljón kaffibolla á hverri sekúndu.
Lesa áfram „Úti alla nóttina – næturferð um Suðurland og Reykjanesskaga“Kvöldrölt um Grasagarðinn í Laugardal
Þriðjudagskvöldið 24. júní 2025 röltu nokkrir félagar í Fókus um Grasagarðinn í Laugardal. Rúmlega fimmtán félagsmenn komu saman þetta fallega kvöld til að taka myndir af blómum – og mynda hver annan við að mynda. Veðrið lék ekki aðeins við okkur heldur líka aðeins lausum hala, með léttum úða í upphafi og vaxandi rigningu þegar líða tók á kvöldið. Það kom þó ekki að sök – þrautþjálfaðir ljósmyndarar vita að undir trénu gerast ævintýr og áhugaverð birtan í bleytunni bætir skap og vinskap viðstaddra.
Lesa áfram „Kvöldrölt um Grasagarðinn í Laugardal“