Fókus er félag áhugaljósmyndara á höfuðborgarsvæðinu og er frábær vettvangur fyrir fólk sem vill þróa ljósmyndafærni sína og hæfileika.
Helstu þættir í starfseminni eru fræðslufundir, námskeið, ljósmyndarölt, lengri og styttri ljósmyndaferðir, ljósmyndasýningar, sýning mynda frá félögum á fundum, myndvinnslukvöld, útgáfa árbókar og fleira mætti telja.
Félagar eru duglegir að miðla fróðleik sín á milli, hvort sem er á vef félagsins eða í spjalli þegar við hittumst á viðburðum félagsins.
Við vonum að þú finnir í Fókus farveg fyrir áhuga þinn á ljósmyndun og njótir þess um leið að kynnast félögunum, ljósmyndurum sem eru að sinna áhugamáli sínu af ástríðu. Starfið hjá okkur er fjölbreytt allt árið um kring nema um hásumarið, þá erum við með takmarkað eða jafnvel ekkert starf á vegum félagsins.
Stjórn Fókus 2025-2026
Stefán Hrafn Jónsson, formaður
Arngrímur Blöndahl, varaformaður
Gissur Orri Steinarsson, ritari
Kristján U, Kristjánsson, gjaldkeri
Bára Snæfeld Jóhannsdóttir, meðstjórnandi
Sandra Dögg Jónsdóttir, meðstjórnandi
Tryggvi Már Gunnarsson, meðstjórnandi
Sýninganefnd Fókus 2025-2026
Bára Snæfeld Jóhannsdóttir
Einar Hrafnkell Haraldsson
Friðrik Þorsteinsson
Jón Bjarnason
Ólafur Magnús Håkansson
Halla Björg Baldursdóttir
Ferðanefnd Fókus 2025-2026
Aðalsteinn Leifsson
Anna Soffía Óskarsdóttir
Brynja Jóhannsdóttir
Einar Björn Skúlason
Einar Valur Einarsson
Gissur Orri Steinarsson
Valentina Michelsen
Fókus – félag áhugaljósmyndara var stofnað árið 1999.
Netföng Fókus:
fokusfelag (hjá) fokusfelag.is – almennar fyrirspurnir & vefstjórn
gjaldkeri (hjá) fokusfelag.is – beint samband við gjaldkera
myndir (hjá) fokusfelag.is – fyrir myndasýningar á fundum
keppni (hjá) fokusfelag.is – innsendingar í ljósmyndakeppnir, sjá spjallið
syning (hjá) fokusfelag.is – sýningarnefnd
ferdir (hjá) fokusfelag.is – ferðanefnd