Kynningarfundur 16. september kl. 20.00

Þriðjudagskvöldið 16. september kl. 20.00 verður starfsemi Fókus í vetur kynnt. Fundurinn fer fram í húsi Bandalags íslenskra skáta, Hraunbæ 123, og er opinn öllum.

Ef þú hefur áhuga á ljósmyndun og langar að komast í gefandi og skemmtilegan félagsskap er þetta sannarlega eitthvað fyrir þig!

Sjáumst!