Ef marka má heimasíðuna okkar þá virðist sem lítið hafi verið í gangi undanfarnar vikur, sem er kannski rétt að einhverju leyti því við höfum þurft að draga verulega úr hefðbundnum viðburðum vegna ástandsins í samfélaginu. Við höfum hinsvegar ekki setið alveg auðum höndum og við höfum undanfarið gert myndvinnsluæfingar þar sem félagsmenn hafa fengið að spreyta sig á eftirvinnslu bæði ljósmyndum hvors annars og einnig atvinnumanna. Svo er hin árlega árbók komin í prentun og væntanleg fyrir jól, en 40 félagar tóku þátt í bókinni sem við erum hæstnægð með. Loksins eru komnar leiðbeiningar varðandi notkun spjallsins okkar, en okkar eigin Tryggvi Már Gunnarsson var svo góður að búa til kennslumyndbönd fyrir okkur, hægt er að nálgast þau í flipa sem birtist undir Spjallið hér í valmyndinni uppi.
Jólakeppni 2020 er komin í gang og mun Origo / Canon á Íslandi gefa sigurvegara keppninnar Canon Selphy Square QX 10 ljósmyndaprentara að verðmæti 28.900 kr. Þemað er einfaldlega jólin 2020 og að þessu sinni ætlum við að takmarka þátttöku við félagsmenn Fókus. Skilafrestur í keppnina er 27. desember og mun kosning hefjast strax í kjölfarið og að lokum verður sigurvegari gerður kunnur á miðnætti á gamlárskvöld.